Erlent

Yfirborð sjávar mun hækka næstu 1000 árin

Á myndinni sjást jöklar í Jökulsárlóni bráðna.
Á myndinni sjást jöklar í Jökulsárlóni bráðna. MYND/AP

Yfirborð sjávar mun halda áfram að hækka næstu þúsund árin þrátt fyrir aðgerðir stjórnvalda í heiminum til þess að koma í veg fyrir það. Ástæðan fyrir hækkun yfirborðs sjávar er talin vera aukið magn gróðurhúsaloftteguna.

Þetta kom fram í nýrri skýrslu sem sérfræðingar Sameinuðu þjóðanna hafa verið að vinna að. Í henni kom einnig fram að loftryk úr eldgosum og loftmengun virðist hafa dregið úr hlýnun jarðarinnar með því að beina sólargeislum út í geim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×