Miami tapaði í endurkomu Shaquille O´Neal 25. janúar 2007 12:26 Shaquille O´Neal og Dwyane Wade eru nú loksins að ná heilsu og spiluðu sinn fyrsta leik saman í nótt frá því í nóvember á síðasta ári NordicPhotos/GettyImages Shaquille O´Neal spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvember þegar hann kom af bekknum í tapi Miami á útivelli fyrir Indiana Pacers. Cleveland er í bullandi vandræðum og tapaði á heimavelli fyrir lágt skrifuðu liði Philadelphia. Báðir leikir fóru í framlengingu. Indiana lagði Miami 96-94. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 5 stig á 14 mínútum, en þetta var aðeins í níunda sinn á ferlinum sem hann kemur inn af varamannabekk. Troy Murphy skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana. Cleveland tapaði heima fyrir Philadelphia í framlengingu 118-115. LeBron James skoraði 39 stig fyrir Cleveland en Andre Iquodala skoraði 34 stig fyrir Philadelphia. Toronto lagði NewOrleans 90-88 þar sem Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Toronto en Rasual Butler skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Detroit lagði Charlotte á útivelli 103-92. Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir Detroit en Gerald Wallace skoraði 29 stig fyrir Charlotte. Atlanta lagði Boston 82-76 á útivelli og færði Boston níunda tapið í röð. Joe Johnson og Josh Smith skoruðu 21 stig fyrir Atlanta en Delonte West var með 18 fyrir Boston. Phoenix skoraði 63 stig í síðari hálfleik og tryggði sér 15. sigurinn í röð þegar liðið skellti New York á útivelli 112-107. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Phoenix vinnur 15 leiki í röð og er um leið fyrsta liðið sem nær tveimur 15+ leikja sigurgöngu síðan meistarar LA Lakers afrekuðu það tímabilið ´99-2000. Amare Stoudemire skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 22 stig og gaf 14 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. San Antonio tapaði enn einum leiknum á heimavelli þegar liðið lá fyrir grönnum sínum í Houston 90-85. Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston - líkt og Tim Duncan hjá San Antonio, en hann hirti auk þess 10 fráköst. Memphis vann ævintýralegan sigur á Utah á útivelli 132-130 eftir framlengingu í sjónvarpsleiknum á NBA TV, en þetta var aðeins þriði útisigur Memphis í allan vetur. Memphis var með unnin leik í lokin, en tvær þriggja stiga körfur með nokkurra sekúndna millibili skutu Utah aftur inn í leikinn - en það var svo gamla brýnið Eddie Jones sem tryggði Memphis sigurinn með skoti á hlaupum um leið og lokaflautið í framlengingu gall. Carlos Boozer skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Utah og Deron Williams setti persónulegt met með 21 stoðsendingu. Chucky Atkins skoraði 29 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Memphis og Pau Gasol náði annari þrennu sinni á ferlinum með 17 stigum, 13 fráköstum og 12 stoðsendingum. Portland lagði Minnesota 101-98 þar sem Zach Randolph skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland en Kevin Garnett skoraði 31 stig fyrir Minnesota. Sacramento skellti Milwaukee 114-106. Earl Boykins skoraði 36 stig fyrir Milwaukee en Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento. Loks tryggði Monta Ellis Golden State sigur á New Jersey með flautukörfu í 110-109 sigri heimamanna. Al Harrington skoraði 29 stig fyrir Golden State en Jason Kidd skoraði 26 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 23 stig og gaf 13 stoðsendingar. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Shaquille O´Neal spilaði í nótt sinn fyrsta leik með Miami Heat síðan í nóvember þegar hann kom af bekknum í tapi Miami á útivelli fyrir Indiana Pacers. Cleveland er í bullandi vandræðum og tapaði á heimavelli fyrir lágt skrifuðu liði Philadelphia. Báðir leikir fóru í framlengingu. Indiana lagði Miami 96-94. Dwyane Wade skoraði 32 stig fyrir Miami og Shaquille O´Neal skoraði 5 stig á 14 mínútum, en þetta var aðeins í níunda sinn á ferlinum sem hann kemur inn af varamannabekk. Troy Murphy skoraði 17 stig og hirti 12 fráköst fyrir Indiana. Cleveland tapaði heima fyrir Philadelphia í framlengingu 118-115. LeBron James skoraði 39 stig fyrir Cleveland en Andre Iquodala skoraði 34 stig fyrir Philadelphia. Toronto lagði NewOrleans 90-88 þar sem Chris Bosh skoraði 35 stig fyrir Toronto en Rasual Butler skoraði 19 stig fyrir New Orleans. Detroit lagði Charlotte á útivelli 103-92. Rip Hamilton skoraði 22 stig fyrir Detroit en Gerald Wallace skoraði 29 stig fyrir Charlotte. Atlanta lagði Boston 82-76 á útivelli og færði Boston níunda tapið í röð. Joe Johnson og Josh Smith skoruðu 21 stig fyrir Atlanta en Delonte West var með 18 fyrir Boston. Phoenix skoraði 63 stig í síðari hálfleik og tryggði sér 15. sigurinn í röð þegar liðið skellti New York á útivelli 112-107. Þetta er í annað sinn á tímabilinu sem Phoenix vinnur 15 leiki í röð og er um leið fyrsta liðið sem nær tveimur 15+ leikja sigurgöngu síðan meistarar LA Lakers afrekuðu það tímabilið ´99-2000. Amare Stoudemire skoraði 30 stig og hirti 11 fráköst fyrir Phoenix og Steve Nash skoraði 22 stig og gaf 14 stoðsendingar. Jamal Crawford skoraði 29 stig fyrir New York. San Antonio tapaði enn einum leiknum á heimavelli þegar liðið lá fyrir grönnum sínum í Houston 90-85. Tracy McGrady skoraði 37 stig fyrir Houston - líkt og Tim Duncan hjá San Antonio, en hann hirti auk þess 10 fráköst. Memphis vann ævintýralegan sigur á Utah á útivelli 132-130 eftir framlengingu í sjónvarpsleiknum á NBA TV, en þetta var aðeins þriði útisigur Memphis í allan vetur. Memphis var með unnin leik í lokin, en tvær þriggja stiga körfur með nokkurra sekúndna millibili skutu Utah aftur inn í leikinn - en það var svo gamla brýnið Eddie Jones sem tryggði Memphis sigurinn með skoti á hlaupum um leið og lokaflautið í framlengingu gall. Carlos Boozer skoraði 39 stig og hirti 15 fráköst fyrir Utah og Deron Williams setti persónulegt met með 21 stoðsendingu. Chucky Atkins skoraði 29 stig og gaf 15 stoðsendingar hjá Memphis og Pau Gasol náði annari þrennu sinni á ferlinum með 17 stigum, 13 fráköstum og 12 stoðsendingum. Portland lagði Minnesota 101-98 þar sem Zach Randolph skoraði 22 stig og hirti 15 fráköst fyrir Portland en Kevin Garnett skoraði 31 stig fyrir Minnesota. Sacramento skellti Milwaukee 114-106. Earl Boykins skoraði 36 stig fyrir Milwaukee en Ron Artest skoraði 26 stig fyrir Sacramento. Loks tryggði Monta Ellis Golden State sigur á New Jersey með flautukörfu í 110-109 sigri heimamanna. Al Harrington skoraði 29 stig fyrir Golden State en Jason Kidd skoraði 26 stig, hirti 10 fráköst og gaf 7 stoðsendingar fyrir New Jersey og Vince Carter skoraði 23 stig og gaf 13 stoðsendingar.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Aron Einar og Lúkas í fyrsta hópi Arnars Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Svona var fyrsti blaðamannafundur Arnars Fótbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti Orri nýr fyrirliði Íslands Fótbolti Albert spenntur fyrir komandi tímum undir stjórn Arnars Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira