Erlent

Saklaus sveitamorðingi

Robert Pickton, svínabóndi, segist aðeins vera saklaus lítill sveitadrengur.
Robert Pickton, svínabóndi, segist aðeins vera saklaus lítill sveitadrengur. MYND/AP

Robert „Willie" Pickton, maðurinn sem er sakaður um að hafa myrt 26 vændiskonur, sagði við yfirheyrslur hjá lögreglu að hann væri „saklaus lítill sveitadrengur" sem einhver væri að koma sök á. Þetta kom fram í réttarhaldinu yfir honum sem nú fer fram en hann var handtekinn í febrúar árið 2002.

Lögregla greindi frá því að til væri upptaka, sem hefði verið gerð án vitundar Pickton, þar sem hann viðurkennir fyrir dulbúnum lögreglumanni að hafa myrt 49 konur og ætlað að myrða eina viðbót áður en hann tæki sér frí frá iðju sinni. Konurnar voru allar vændiskonur í Vancouver í Kanada og hurfu á árunum 1980 til 2001.

Réttarhöldin sem nú fara fram eru þó aðeins vegna sex morða en ef réttað verður yfir Pickton í hinum málunum og hann fundinn sekur verður hann skæðasti fjöldamorðingi í sögu Kanada.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×