Erlent

Bardagar geysa í Bagdad

Reykur liðaðist upp frá átakasvæðum í Bagdad í dag.
Reykur liðaðist upp frá átakasvæðum í Bagdad í dag. MYND/AP

Íraskar og bandarískar hersveitir handtóku í dag 35 uppreisnarmenn og skutu 30 til bana í bardögum við Haifa götuna í miðborg Bagdad í dag. Bardagar geysuðu þar í rúmar átta klukkustundir en embættismenn Íraka segja götuna vera fylgsni fjölmargra uppreisnarmanna. Í hverfinu í kringum götuna búa mestmegnis súnní múslimar.

Aðgerðirnar í dag eru hluti af stærri aðgerð sem miðar að því að koma í veg fyrir starfsemi öfgahópa í Bagdad. Bardagarnir geysuðu á sama tíma og forseti Bandaríkjanna, George W. Bush, hélt ræðu í bandaríska þinginu og bað þingmenn að sýna áætlun hans þolinmæði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×