Viðskipti innlent

Kaupþing spáir meiri verðbólgu

Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2 prósent í febrúar. Gangi það eftir mun 12 mánaða verðbólga mælast 7,2 prósent sem er 0,3 prósenta hækkun á milli mánaða.

Greiningardeildin segir í Hálffimmfréttum sínum í dag að hærra matvælaverð leiði hækkunina nú en útsöluáhrif og lækkun eldsneytisverðs vegi á móti.

Deildin spáir því hins vegar að vísitala neysluverðs taki dýfu í mars þegar lækkun matarskatts fer að gæta að ráði og verði 12 mánaða verðbólga komi á markmið um mitt þetta ár. Muni verðbólgan hækka á ný undir lok árs og mælast 3,4 prósent að meðaltali á árinu, að mati greiningardeildar Kaupþings.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×