Óeftirminnileg endurkoma Artest til Detroit 21. janúar 2007 14:09 Artest lét raka á sig hanakamb fyrir leikinn NordicPhotos/GettyImages Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag. NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira
Ron Artest hagaði sér vel í nótt þegar hann sneri loks aftur til Detroit með liði sínu Sacramento, en þangað hafði hann ekki komið síðan hann varð valdur að uppþoti þar fyrir tveimur árum sem kostaði hann yfir 70 leikja bann. Detroit vann auðveldan sigur 91-74 í nótt. LA Clippers vann auðveldan sigur á Memphis 112-91. Elton Brand skoraði 34 stig fyrir Clippers en Pau Gasol 27 fyrir Memphis. New York lagði Indiana á útivelli 108-106 í fyrsta leik Troy Murphy og Mike Dunleavy síðan þeir komu frá Golden State. Jermaine O´Neal skoraði 25 stig fyrir Indiana en Eddy Curry 26 fyrir New York. Charlotte burstaði Atlanta annað kvöldið í röð. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Joe Johnson skoraði 22 stig fyrir Atlanta. New Orleans vann óvæntan sigur á LA Lakers þar sem David West skoraði 23 stig fyrir New Orleans en Kobe Bryant og Mo Evans skoruðu 23 hvor fyrir Lakers. New Jersey lagði Orlando 101-94 í sjónvarpsleiknum á NBA TV þar sem Vince Carter skoraði 27 stig fyrir New Jersey en Hedo Turkoglu skoraði 24 fyrir Orlando. Sigur New Jersey var að stórum hluta að þakka þeirri staðreind að liðið hélt miðherjanum Dwight Howard í aðeins 1 stigi og átti hann klárlega lélegasta leik sinn á ferlinum. Washington skellti Boston á útivelli eftir framlengdan leik 115-110. Gilbert Arenas og Antawn Jamison skoruðu 23 stig fyrir Washington en Ryan Gomes setti persónulegt met með 31 stigi hjá Boston - sem tapaði sjöunda leiknum í röð. Utah vann þriðja útileik sinn í röð með því að vinna sannfærandi sigur á Chicago 95-85 í United Center. Mehmet Okur skoraði 21 stig fyrir Utah og Carlos Boozer 19 stig og hirti 14 fráköst, en Ben Gordon skoraði 23 stig fyrir Chicago. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, vann þarna leik númer 1011 á ferlinum og er kominn með fjórðu flestu sigranna í sögu deildarinnar. Hann skaust upp fyrir Larry Brown í nótt, en aðeins Lenny Wilkens, Don Nelson og Pat Riley eiga að baki fleiri sigra á ferlinum. Denver lagði Houston á útivelli 121-113 eftir framlengdan leik. Allen Iverson skoraði 36 stig og gaf 10 stoðsendingar fyrir Denver en Tracy McGrady skoraði 24 stig fyrir Houston. Carmelo Anthony hefur nú setið af sér 15 leikja bann sitt fyrir slagsmál og því er ljóst að hann gæti spilað sinn fyrsta leik með Allen Iverson á mánudagskvöldið gegn Memphis. Loks vann Cleveland baráttusigur á Golden State á útivelli 106-104 í framlengingu eftir að hafa verið með nánast tapaðan leik í upphafi síðari hálfleiks. LeBron James skoraði 32 stig fyrir Cleveland en Stephen Jackson skoraði 27 stig í sínum fyrsta leik fyrir Golden State síðan hann gekk í raðir liðsins frá Indiana. Þá er rétt að minna körfuboltaáhugamenn á leik Phoenix og Minnesota sem sýndur verður beint á NBA TV, en Phoenix er búið að vinna 12 leiki í röð og 28 af síðustu 30 leikjum sínum og spilar líklega skemmtilegasta sóknarboltann í deildinni í dag.
NBA Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Ósáttur fótboltapabbi skaut þjálfarann Sport Skiptir úr sálfræðinni í Duolingo Handbolti Velta því fyrir sér hvort fimmtán ára HK-ingur hafi skorað mark ársins Handbolti „Skiptir engu máli hvort við áttum skilið að vinna“ Fótbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti „Við tókum út alla lukkuna í síðustu viku“ Enski boltinn Sjáðu mörkin og vítakeppnina hjá Liverpool og PSG Fótbolti Prentuðu Dag Sig og strákana hans á frímerki Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Wroten aftur synjað um dvalarleyfi Uppgjörið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum „Ég get alltaf stólað á Collin“ „Ég veit ekki hvort menn eru farnir að horfa of langt fram á við“ Uppgjör: Höttur-Þór Þ. 103-95 | Fallnir Hattarmenn unnu Þórsara Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Uppgjörið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Sjá meira