Erlent

Abbas og Mashaal hittast í dag

Mahmoud Abbas, forseta Palestínu, og Khaled Mashaal, leiðtoga Hamas-samtakanna ætla að hittast í Damaskus í Sýrlandi í dag. Abbas kom til Sýrlands á föstudaginn til að ræða við Mashaal um myndun þjóðstjórnar og leysa úr þeim deilum sem Hamas og Fatah-hreyfing Abbas hafa átt í undanfarna mánuði. Svo mikið bar í milli í gær að ekki þótti grundvöllur til viðræðna. Eftir að al-Shara, varaforseti Sýrlands, ræddi við þá hvorn fyrir sig í morgun virðast sættir hafa náðst því nú rétt fyrir fréttir fullyrti Saeb Erekat, einn nánasti ráðgjafi Abbasar, að þeir Mashaal myndu funda síðdegis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×