Erlent

Elsta kona heims látin

Julie Winnifred Bertrand. Myndin er tekin 1992 en þá var Bertrand rétt rúmlega 100 ára.
Julie Winnifred Bertrand. Myndin er tekin 1992 en þá var Bertrand rétt rúmlega 100 ára. MYND/AP
Elsta kona í heimi, Julie Winnefred Bertrand, andaðist í gær á elliheimili í Montreal í Kanada 115 ára að aldri. Bertrand fæddist 16. september 1891, hún giftist aldrei og eignaðist því engin börn. Þó er talið að þegar hún var ung kona hafi hún átt vingott við Louis St Laurent, sem síðar varð forsætisráðherra Kanada. Elsti maður í heimi, Emiliano Mercado del Toro frá Púertó Ríkó, fæddist 26 dögum á undan Bertrand og hann er eftir því sem næst verður komist við hestaheilsu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×