Erlent

Leiðtogi Abu Sayyaf fallinn

DNA-rannsókn hefur leitt í ljós að Khaddafy Janjalani, leiðtogi filippeysku skæruliðasamtakanna Abu Sayyaf, er látinn. Lík hans fannst á Jolo-eyju á dögunum og er talið að hann hafi fallið í skotbardaga einhvern tímann í fyrrahaust. Hópur róttækra íslamista stofnaði Abu Sayyaf undir lok tíunda áratugarins. Þau eru talin bera ábyrgð á versta hryðjuverku í sögu Filippseyja. Það var framið í febrúar 2004 en þá var ferja sprengd í loft upp með þeim afleiðingum að 100 manns létust.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×