Viðskipti innlent

Hagnaður Eimskips í takt við væntingar

Hf. Eimskipafélag Íslands skilaði 79 milljóna dala hagnaði eftir skatta á síðasta ári. Þetta svarar til rúmlega 5,5 milljarða króna. Hagnaður fyrirtækisins á síðasta fjórðungi liðins árs nam rúmlega 148.000 bandaríkjadala, eða tæpum 10,6 milljónum króna, sem er í takt við væntingar. Félagið ætlar að gera upp í evrum frá og með 1. nóvember á þessu ári.

Rekstrarhagnaður fyrir skatta og gjöld á árinu nam 64 milljónum dala eða tæpum 4,5 milljörðum íslenskra króna. Tap félagsins fyrir skatta nam hins vegar 77 milljónum dala, jafnvirði 5,4 milljarða króna.

Heildareignir Hf. Eimskipafélagsins námu í lok síðasta ár 1.842 milljónum dala, eða 128,7 milljörðum íslenskra króna en eigið fé félagsins num 682 milljónum dala, sem svarar til rúmlega 47,6 milljarða íslenskra króna.

Í tilkynningu frá Hf. Eimskipafélagi er haft eftir Magnúsi Þorsteinssyni, stjórnarformanni félagsins, að afkoma Hf. Eimskipafélags Íslands hafi verið ásættanleg. Það hafi einkennst að miklum ytri vexti og muni félagið leggja áherslu á áframhaldandi uppbyggingu á flutningastarfsemi Eimskips, Air Atlanta Iceland og tengdra félaga á árinu.

Uppgjör Hf. Eimskipafélags





Fleiri fréttir

Sjá meira


×