Erlent

Friður að komast á í Kongó

MYND/AP

Uppreisnarmenn í Kongó, sem lúta stjórn Laurent Nkunda, eru byrjaðir að sameinast kongólska hernum. Nkunda er eftirlýstur fyrir stríðsglæpi og var leiðtogi uppreisnar í Norður Kivu, sem er í norð-austurhluta landsins. Stjórnvöld hafa undanfarið átt í viðræðum við hann um að sameinast þjóðarhernum og leggja niður vopn sín en viðræðurnar fóru fram í grannríki Kongó, Rúanda.

„Ég tel að þetta muni leiða til friðsamlegrar niðurstöðu." sagði Nkunda við Reuters í morgun. Talsmaður herafla Sameinuðu þjóðanna á svæðinu sagði að sameiningarferlið sjálft myndi hefjast síðar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×