Innlent

Magnús Magnússon jarðsunginn í gær

Sjónvarpsmaðurinn Magnús Magnússon var jarðsunginn í gær frá Baldernock-kirkju í heimabæ sínum Milngavie í Skotlandi í gær að viðstöddu fjölmenni. Á meðal þeirra sem voru viðstaddir var Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, sem sagði Magnús hafa komið Íslendingum á kortið í enskumælandi löndum og að Íslendingar væru stoltir af því sem hann áorkaði.

Leikin voru íslensk lög við útförina. Magnús lést á heimili sínu sunnudaginn sjöunda janúar síðastliðinn, sjötíu og sjö ára að aldri. Magnús var án efa einhver frægasti sonur íslensku þjóðarinnar á erlendri grund. Hann flutti til Skotlands með foreldrum sínum á fyrsta æviári og bjó þar alla tíð. Eftir nám í íslenskum fornbókmenntum sneri hann sér að blaðamennsku og brátt að störfum fyrir breska ríkisútvarpið, þar sem hann stjórnaði spurningaþættinum Master Mind í tuttugu og fimm ár við fádæma vinsældir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×