Innlent

Aukið öryggi fyrir aldraða

Skynjari sem gerir öryggismiðstöð viðvart ef hann nemur ekki hreyfingu í ákveðið langan tíma var kynntur í dag. Skynjarinn er til þess fallinn að auka öryggi aldraðra sem búa heima.

Öryggismiðstöðin segir svokallaðan ferilskynjara byltingu í öryggismálum eldri borgara. Þeir segja kveikjuna hafa verið vofveiglega atburði þar sem eldra fólk hefur látist á heimilum sínum og legið þar svo dögum og vikum skiptir. Ferilvöktun er viðbót við neyðarhnapp sem hafa þekkst um árabil.

Við þjónustuna er hægt að bæta reykskynjara og segir Ómar Örn Jónsson, markaðsstjóri Öryggismiðstöðvarinnar, fulla þörf á samkvæmt könnun sem gerð var hjá öldruðum í einu hverfi í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×