ESB: Áhersla á stjórnarskrá 17. janúar 2007 13:00 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Merkel kynnti verkáætlun Þjóðverja á Evrópuþinginu í Strassborg í morgun. Hún sagði það söguleg mistök ef umræðum um stjórnarskrá sambandsins verði drepið á dreif þó svo að þeim dörgum sem fyrir liggi hafi verið hafnað í einhverjum aðildarríkja sambandsins. Mikilvægt væri að komast að samkomulagi um ný stjórnarskrárdrög fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2009. Einnig yrði að leggja áherslu á umhverfismál, alþjóðaviðskipti og gerð samstarfssamninga við Rússa. Einnig yrði sambandið að koma að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum og leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Ekki væri síður mikilvægt að tryggja sambandsríkjum næga orku og þar með öryggi þeirra. Merkel sagðist ætla að þrýsta á um að Bandaríkjamenn kæmu að gerð samkomulags í loftslagsmálum sem kæmi í stað Kyoto-bókunarinnar þegar hún rennur út 2012. Ekki væri síður mikilvægt að samræma utanríkisstefnu aðildarríkja sambandsins enn frekar. Til þess yrði að skipa utanríkisráðherra ESB. En þó áherslan sé á stjórnarskrá er alls óvíst að nokkuð samkomulag náist fyrir kosningarnar 2009. Frakkar og Hollendingar hafa hafnað þeim drögum sem lágu fyrir. Umþóttunartími er liðinn sagði Merkel og ákvörðun um næsta skref yrði að taka fyrir upphaf sumars. Erlent Fréttir Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, telur það söguleg mistök ef ekki takist að semja um stjórnarskrá Evrópusambandsins. Um áramótin tóku Þjóðverjar við forystu í sambandinu til næstu sex mánaða og ætla sér að stuðla að því að ný stjórnarskrá verði samþykkt fyrir kosningar til Evrópuþingsins 2009. Merkel kynnti verkáætlun Þjóðverja á Evrópuþinginu í Strassborg í morgun. Hún sagði það söguleg mistök ef umræðum um stjórnarskrá sambandsins verði drepið á dreif þó svo að þeim dörgum sem fyrir liggi hafi verið hafnað í einhverjum aðildarríkja sambandsins. Mikilvægt væri að komast að samkomulagi um ný stjórnarskrárdrög fyrir kosningar til Evrópuþingsins árið 2009. Einnig yrði að leggja áherslu á umhverfismál, alþjóðaviðskipti og gerð samstarfssamninga við Rússa. Einnig yrði sambandið að koma að friðarferlinu í Mið-Austurlöndum og leggja sitt lóð á vogarskálarnar. Ekki væri síður mikilvægt að tryggja sambandsríkjum næga orku og þar með öryggi þeirra. Merkel sagðist ætla að þrýsta á um að Bandaríkjamenn kæmu að gerð samkomulags í loftslagsmálum sem kæmi í stað Kyoto-bókunarinnar þegar hún rennur út 2012. Ekki væri síður mikilvægt að samræma utanríkisstefnu aðildarríkja sambandsins enn frekar. Til þess yrði að skipa utanríkisráðherra ESB. En þó áherslan sé á stjórnarskrá er alls óvíst að nokkuð samkomulag náist fyrir kosningarnar 2009. Frakkar og Hollendingar hafa hafnað þeim drögum sem lágu fyrir. Umþóttunartími er liðinn sagði Merkel og ákvörðun um næsta skref yrði að taka fyrir upphaf sumars.
Erlent Fréttir Mest lesið Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Erlent Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Erlent Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Innlent Fleiri fréttir Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Netanjahú sendir flugvélar til að sækja Ísraela í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Sjá meira