LA Lakers lagði Miami 16. janúar 2007 13:19 Kobe Bryant skorar mun minna í ár en í fyrra, en lið LA Lakers spilar enn betur NordicPhotos/GettyImages Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni á degi Martin Luther King í Bandaríkjunum. Kobe Bryant og félagar í LA Lakers stöðvuðu sigurgöngu Miami með 124-118 sigri í framlengdum leik í Staples Center í Los Angeles. Leikur Lakers og Miami var sýndur beint á NBA TV og þar fengu áhorfendur að fylgjast með Kobe Bryant í essinu sínum í nýju hlutverki hjá liði Lakers. Bryant hefur haft mun hægar um sig í sóknarleiknum í vetur en í fyrra og tekur hvorki meira né minna en 9 skotum minna í leik nú en þá. Liðið er þó mun sterkara núna og fleiri menn sem deila með sér verkum í sókninni. Bryant og Bryan Cook skoruðu 25 stig hvor í sigrinum á Miami í gær og Smush Parker skoraði 17 stig. Dwyane Wade skoraði 35 stig fyrir Miami og Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. New York lagði Sacramento 102-97 en þetta var 6. tap Sacramento í röð. Stephon Marbury skoraði 25 stig fyrir New York en Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Milwaukee lagði Charlotte 99-91 á útivelli. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Earl Boykins skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Atlanta lagði Boston 100-96. Josh Childress skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst en Gerald Green og Allan Ray skoruðu 22 stig fyrir Boston. Chicago lagði San Antonio 99-87. Manu Ginobili skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago. Toronto skellti Philadelphia 104-86 á útivelli. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Toronto en Andre Iquodala skoraði 15 stig fyrir Philadelphia. Minnesota skellti Detroit í framlengingu þar sem Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Minnesota en Rip Hamilton var með 32 stig fyrir Detroit. New Jersey lagði Indiana 105-95 þar sem Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey en Al Harrington 18 fyrir Indiana. Golden State lagði LA Clippers 108-93. Elton Brand skoraði 19 fyrir CLippers en Monta Ellis 24 fyrir Golden State. Phoenix lagði Memphis 137-122. Amare Stoudemire skoraði 42 stig af bekknum fyrir Phoenix en Mike Miller var með 25 stig fyrir Memphis. Þá vann Washington sigur á Utah eins og áður hafði komið fram 114-111, þar sem Gilbert Arenas skoraði 51 stig og sigurkörfuna um leið og lokaflautið gall. NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira
Fjöldi leikja fór fram í NBA deildinni á degi Martin Luther King í Bandaríkjunum. Kobe Bryant og félagar í LA Lakers stöðvuðu sigurgöngu Miami með 124-118 sigri í framlengdum leik í Staples Center í Los Angeles. Leikur Lakers og Miami var sýndur beint á NBA TV og þar fengu áhorfendur að fylgjast með Kobe Bryant í essinu sínum í nýju hlutverki hjá liði Lakers. Bryant hefur haft mun hægar um sig í sóknarleiknum í vetur en í fyrra og tekur hvorki meira né minna en 9 skotum minna í leik nú en þá. Liðið er þó mun sterkara núna og fleiri menn sem deila með sér verkum í sókninni. Bryant og Bryan Cook skoruðu 25 stig hvor í sigrinum á Miami í gær og Smush Parker skoraði 17 stig. Dwyane Wade skoraði 35 stig fyrir Miami og Udonis Haslem skoraði 20 stig og hirti 11 fráköst. New York lagði Sacramento 102-97 en þetta var 6. tap Sacramento í röð. Stephon Marbury skoraði 25 stig fyrir New York en Kevin Martin skoraði 30 stig fyrir Sacramento. Milwaukee lagði Charlotte 99-91 á útivelli. Matt Carroll skoraði 22 stig fyrir Charlotte en Earl Boykins skoraði 30 stig fyrir Milwaukee. Atlanta lagði Boston 100-96. Josh Childress skoraði 23 stig og hirti 14 fráköst en Gerald Green og Allan Ray skoruðu 22 stig fyrir Boston. Chicago lagði San Antonio 99-87. Manu Ginobili skoraði 22 stig fyrir San Antonio en Kirk Hinrich skoraði 23 stig fyrir Chicago. Toronto skellti Philadelphia 104-86 á útivelli. Chris Bosh skoraði 27 stig fyrir Toronto en Andre Iquodala skoraði 15 stig fyrir Philadelphia. Minnesota skellti Detroit í framlengingu þar sem Ricky Davis skoraði 21 stig fyrir Minnesota en Rip Hamilton var með 32 stig fyrir Detroit. New Jersey lagði Indiana 105-95 þar sem Vince Carter skoraði 31 stig fyrir New Jersey en Al Harrington 18 fyrir Indiana. Golden State lagði LA Clippers 108-93. Elton Brand skoraði 19 fyrir CLippers en Monta Ellis 24 fyrir Golden State. Phoenix lagði Memphis 137-122. Amare Stoudemire skoraði 42 stig af bekknum fyrir Phoenix en Mike Miller var með 25 stig fyrir Memphis. Þá vann Washington sigur á Utah eins og áður hafði komið fram 114-111, þar sem Gilbert Arenas skoraði 51 stig og sigurkörfuna um leið og lokaflautið gall.
NBA Mest lesið Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Fótbolti „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Með tvo syni í útlöndum og vildi mann með nýja orku Handbolti Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Ágúst tekur við af Óskari hjá Val Handbolti Í beinni: Króatía - Portúgal | Reyna að fylgja Portúgölum áfram Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Sjá meira