Gen tengt Alzheimers 15. janúar 2007 18:45 Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindaritinu Nature Genetics. Vísindamennirnir tengja sjúkdóminn við svokallað SORL1 gen. Það framleiðir prótein sem kann að eiga þátt í að eyða efnum sem hlaðast upp og kunna að skaða heilann. Niðurstöðurnar sýna að fólk sem þjáist af Alzheimers-sjúkdómnum sé með minna af þessu próteini í blóði sínu. Ein útgáfa af SORL1 geninu sé því til staðar í líkama þessa fólks og það framleiði ekki nógu mikið af umræddu próteini. Lindsay Farrer, erfðafræðingur við Boston-háskóla segir að með þessari rannsókn sé fyrst verið að tengja breytingar innan gensins við hættuna á að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Flest tilfelli Alzheimers-sjúkdómsins greinast ekki fyrr en í fyrsta lagi við sextíu og fimm ára aldur. Niðurstöðurnar sem nú eru kynntar virðast beina athyglinni að öðrum áhrifaþáttum en hingað til. Sam Gandy, læknir hjá bandarísku Alzheimers-samtökunum, segir að nú verði reynt að þróa lyf sem fjölgi tilvikum þessa tiltekna afbrigðis SORL1 gena í líkama þeirra sem það skorti. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Landakots, hefur unnið að genarannsóknum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu síðustu átta árin. Hann segir langt í land að þessi uppgötun leiði til haldbærrar meðferðar og óvíst hvort hún geri það. Það sem komi fram í rannsókninni sé hins vegar athyglisvert. Þarna sé geninu lýst en það taki þátt í ákveðnu ferli sem hafi verið þekkt lengi og talið að skipti verulegu máli vegna þessa sjúkdóms. Þetta sé því vonandi góður áfangi á löngu ferli. Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira
Fólk sem fæðist með tiltekið gen í líkama sínum á frekar á hættu að fá Alzheimers-sjúkdóminn síðar á lífsleiðinni. Þetta er niðurstaða bandarískra og kanadískra vísindamanna. Íslenskur læknir segir langt í að þessi uppgötvun leiði til haldbærrar meðferðar en sé þó skref í rétta átt. Niðurstöður rannsóknarinnar eru birtar í vísindaritinu Nature Genetics. Vísindamennirnir tengja sjúkdóminn við svokallað SORL1 gen. Það framleiðir prótein sem kann að eiga þátt í að eyða efnum sem hlaðast upp og kunna að skaða heilann. Niðurstöðurnar sýna að fólk sem þjáist af Alzheimers-sjúkdómnum sé með minna af þessu próteini í blóði sínu. Ein útgáfa af SORL1 geninu sé því til staðar í líkama þessa fólks og það framleiði ekki nógu mikið af umræddu próteini. Lindsay Farrer, erfðafræðingur við Boston-háskóla segir að með þessari rannsókn sé fyrst verið að tengja breytingar innan gensins við hættuna á að fá Alzheimers-sjúkdóminn. Flest tilfelli Alzheimers-sjúkdómsins greinast ekki fyrr en í fyrsta lagi við sextíu og fimm ára aldur. Niðurstöðurnar sem nú eru kynntar virðast beina athyglinni að öðrum áhrifaþáttum en hingað til. Sam Gandy, læknir hjá bandarísku Alzheimers-samtökunum, segir að nú verði reynt að þróa lyf sem fjölgi tilvikum þessa tiltekna afbrigðis SORL1 gena í líkama þeirra sem það skorti. Jón Snædal, yfirlæknir á öldrunarlækningardeild Landakots, hefur unnið að genarannsóknum í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu síðustu átta árin. Hann segir langt í land að þessi uppgötun leiði til haldbærrar meðferðar og óvíst hvort hún geri það. Það sem komi fram í rannsókninni sé hins vegar athyglisvert. Þarna sé geninu lýst en það taki þátt í ákveðnu ferli sem hafi verið þekkt lengi og talið að skipti verulegu máli vegna þessa sjúkdóms. Þetta sé því vonandi góður áfangi á löngu ferli.
Erlent Fréttir Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Sjá meira