Þrír létust í ofsaveðri 14. janúar 2007 18:54 Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu. Erlent Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira
Níu ára gamall drengur lét lífið þegar tré féll ofan á hann í ofsaveðri sem gengið hefur yfir suðurhluta Svíþjóðar í dag. Tveir karlmenn létust til viðbótar í veðurofsanum þar. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi slasast alvarlega í óveðri í Danmörku og Noregi. Drengurinn sem lést var á ferð með föður sínum á skellinöðru í hádeginu í dag þegar slysið varð. Vindhviða feykti trénu um koll og féll það á feðgana með þessum hörmulegu afleiðingum. Föðurinn sakaði ekki. Slysið varð í Motala um tvö hundruð og fimmtíu kílómetra suð-vestur af Svíþjóð en þar var veður hvað verst. Sextugur karlmaður lést nokkru síðar þegar tré skall á bíl hans nærri Jönköping í Suður-Svíþjóð. Farþegi, sem var með honum í bílnum, slasaðist alvarlega. Einn maður til viðbótar lést í Málmey. Hann var staddur í bát í höfninni þegar vélarhluti féll á hann. Annar maður slasaðist þegar tré féll á gangandi vegfarendur í Jönköping síðdegis. Sænska veðurstofan sendi út viðvörun á hæsta stigi og hvatti fólk til að halda sig heima. Síðdegis í dag voru nærri 100 þúsund heimili í landinu án rafmagns. Mörg tré höfðu þá brotnað eða rifnað upp með rótum og fokið á raflínur. Eyrarsundsbrú var lokuð til klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma enda veður lítið betra í Danmörku fram eftir degi. Þar gekk ofsaveður yfir og vindhraðinn á við fellibyl í verstu hviðum. Ferjusiglingum var aflýst og Dönum ráðlagt að bíða veðrið af sér heima. Stórabeltisbrú var einnig lokað en hún opnuð á sjötta tímanum og hafi þá lægt vind. Ekki fóru Norðmenn varhluta af veðurhamnum og var ferju- og lestarferðum frestað eða aflýst. Norðmenn héldu sig flestir heima. Lestarferðir voru ekki margar í Vesturfold þar sem tré höfðu fallið á teinana á nokkrum stöðum. Vind lægði síðan eftir því sem leið á daginn og lífið komst í samt lag. Danska veðurstofan spáir hvassviðri aftur í kvöld og næstu nótt á vestur- og norðurhluta Jótlands, þar sem veður var einna verst liðna nótt. Í Noregi og Svíþjóð er spáð nýju lægðardragi þar sem hvessti í dag og því verður áfram vindasamt á svæðinu.
Erlent Fréttir Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Innlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Fleiri fréttir Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Sjá meira