Fótbolti

Ronaldo fer frá Real Madrid

Ronaldo hefur ekki náð sér á strik hjá Real Madrid á síðustu mánuðum.
Ronaldo hefur ekki náð sér á strik hjá Real Madrid á síðustu mánuðum. MYND/Getty

Ramon Calderon, forseti Real Madrid, hefur viðurkennt að brasilíski framherjinn Ronaldo sé á förum frá félaginu og það líklega nú í janúar. Newcastle er sagt líklegast til að klófesta markaskorarann.

Glenn Roeder, knattspyrnustjóri Newcastle, er sagður hafa komið að máli við stjórn félagsins og beðið þá um að leggja allt í sölurnar til að klófesta Ronaldo en þar á bæ eru mikil meiðsli í framlínunni og hefur Roeder neyðst til að spila með aðeins einn framherja í síðustu leikjum, Obafemi Martins, þar sem aðrir eru meiddir.

"Það lítur út fyrir að Ronaldo sé ekki lengur inn í áætlunum þjálfarans. Það gæti vel verið að einhver hreyfing komist á hans mál áður en mánuðurinn er á enda. Við sjáum til," sagði Calderon í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×