Fótbolti

Vont tap hjá Barcelona

Það gengur ekki vel hjá Eiði Smára Guðjohnsen og félögum hjá Barcelona þessa dagana.
Það gengur ekki vel hjá Eiði Smára Guðjohnsen og félögum hjá Barcelona þessa dagana. MYND/Getty

"Við þurfum að vakna," sagði Frank Rijkaard, þjálfari Barcelona, eftir 3-1 tap liðsins gegn Espanyol í gærkvöldi. Barcelona hefur ekki náð að sigra í síðustu þremur leikjum sínum í deildinni en er áfram í 2. sæti deildarinnar - a.m.k. um stundarsakir. Eiður Smári Guðjohnsen lék fyrstu 63 mínútur leiksins.

"Það er alltaf áfall að tapa nágrannaslag sem þessum en við áttum einfaldlega ekki góðan dag. Espanyol kom okkur mikið á óvart með kraftmiklum leik og spiluðu mjög vel," sagði Rijkaard.

Luis Garcia, Raul Tamudo og Francisco Rufete skoruðu fyrir Espanyol en Javier Saviola skoraði fyrir Barcelona, sem var langt frá sínu besta. Eiður Smári fékk nokkur hálffæri sem hann hefði hugsanlega átt að nýta en annars hafði íslenski landsliðsfyrirliðinn heldur hljótt um sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×