Heyrnleysingjaskólinn - helvíti á jörð 13. janúar 2007 18:51 Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt". Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira
Skóli heyrnarlausra var helvíti á jörð, segir rúmlega fertugur heyrnarskertur maður sem var ítrekað misnotaður af samnemendum sínum. Maðurinn sem við ræddum við í dag - en vildi ekki koma fram undir nafni barna sinna vegna - var fæddur heyrandi. Hann missti heyrn fjögurra ára gamall eftir heilahimnubólgu. Foreldrar hans bjuggu á landsbyggðinni og fimm ára flytur hann suður í gamla skólann fyrir heyrnarlausa í Stakkholti. Hann var um sex ára gamall þegar honum var nauðgað í fyrsta skipti upp á efstu hæð í herbergi sínu í Stakkholti. Hann segist muna það eins og hefði gerst í gær þegar fimm krakkar drógu hann inn í herbergi, læstu og einn jafnaldri hans, 6 ára gamall, tók sér stöðu fyrir aftan hann og nauðgaði honum. Hinir krakkarnir fylgdust aðgerðarlausir með. "Þetta var ótrúlega mikið sjokk. Ég brotnaði algjörlega niður." Hann segist hafa verið hræddur alla daga og pissað undir frá því þetta gerðist og fram til tólf ára. Og sagði engum frá. "Ég gat það ekki. Ég treysti engum." Heldur ekki starfsmönnum sem hann segir hafa beitt sig líkamlegu og andlegu ofbeldi. Einn kennarinn hafi haft til siðs að toga hann upp á hárinu þegar hann skildi ekki hvað hann sagði. Honum var nauðgað eða hann beittur kynferðislegu ofbeldi um tíu sinnum frá sex ára aldri og fram til tólf ára af samnemendum sínum. En ekki síður andlegu. Níu ára gamall var hann dreginn af fjórum árum eldri samnemendum sínum, stráki og stelpu inn í herbergi. Þau læstu og neyddu hann til að horfa á samfarir þeirra. Strákurinn hótaði honum því að skera úr honum tunguna segði hann frá. Tólf ára gamall fór hann í skóla fyrir heyrandi og segir að þá fyrst líf hans byrjað. Og þá hætti hann að pissa undir. En það eru ekki nema tvö ár síðan hann gat sagt foreldrum sínum frá því sem hann mátti þola í æsku. Æsku - sem hann segir - að hafi verið rænd frá honum og haft skelfileg áhrif á líf hans. Árum saman misnotaði hann áfengi og þrisvar reyndi hann sjálfsmorð. "Allt var ónýtt".
Fréttir Innlent Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Sjá meira