Mourinho: Ekki lesa blöðin 13. janúar 2007 16:00 Jose Mourinho er jafnvel á förum frá Chelsea í sumar. MYND/Getty Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba. Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira
Jose Mourinho hefur hvatt stuðningsmenn Chelsea til að leiða hjá sér allar vangaveltur um framtíð sína hjá félaginu, en portúgalski stjórinn hefur ítrekað verið orðaður við brotthvarf úr stjórastólnum í vor. Mourinho vill enn ekki tjá sig efnislega um meint ósætti hans og stjórnar félagsins og segja spænsk dagblöð í morgun að umboðsmaður hans sé í viðræðum við Real Madrid. Chelsea tekur á móti Wigan í ensku úrvalsdeildinni í dag og sagði Mourinho við opinbera heimasíðu félagsins að það væri mikilvægt að leikmenn og stuðningsmenn hættu að velta fyrir sér því sem stendur í dagblöðunum. “Við verðum að sameinast til að ná sigri gegn Wigan og til að það gerist verðum við að gleyma þessum sögum í fjölmiðlunum. Ég á mjög auðvelt með að leiða þær framhjá mér og ég vona að það sama eigi við um ykkur,” sagði Mourinho við heimasíðuna en athygli vekur að hann vísar sögunum ekki á bug, sem jafnvel bendir til þess að sannleikskorn sé í þeim og jafnvel gott betur en það. Spænskir fjölmiðlar sögðu frá því í morgun að Mourinho hefði skipað umboðsmanni sínum að hefja viðræður um stjórastöðuna hjá Real Madrid. Marca segir að Mourinho hafði ákveðið að yfirgefa Chelsea eftir tímabilið eftir að hafa lent í útistöðum við Roman Abramovich, eiganda félagsins. Fabio Capello þykir valtur í sessi eftir köflótt gengi Real að undanförnu og sögðu ýmis önnur blöð á Spáni að þegar hefði verið ákveðið að leysa Capello frá störfum í voru. Mourinho yrði þá hinn fullkomni eftirmaður. Didier Drogba, leikmaður Chelsea, sagði við The Sun í morgun að leikmenn liðsins þráðu ekkert heitar en að Mourinho yrði áfram hjá liðinu. “Það verður einstaklega sárt fyrir okkur leikmennina ef hann fer. Það er alltaf erfitt að sjá á eftir góðum vinum. Vonandi verður hann áfram með okkur,” sagði Drogba.
Enski boltinn Erlendar Fótbolti Íþróttir Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Sjá meira