Fótbolti

Doyle er ekki á förum frá Reading

Kevin Doyle, framherji Reading og einn helsti spútnikleikmaður enska boltans í ár, kveðst ekki reiðubúinn að yfirgefa herbúðir nýliðinna í ensku úrvalsdeildinni þrátt fyrir að stærri lið hafi sýnt honum áhuga á síðustu vikum. Doyle hefur slegið í gegn á leiktíðinni og skorað 10 mörk.

Doyle hefur sterklega verið orðaður við Aston Villa á síðustu dögum og er talið að Martin O´Neill, stjóri Villa, sé reiðubúinn að greiða fimm milljónir punda fyrir írska landsliðsmanninn. En Doyle segist ekki tilbúinn að taka næsta skrefið á ferlinum – enn sem komið er.

“Ég hef verið í úrvalsdeildinni í sex mánuði og er enn að læra út á hvað hún gengur. Ég hef aðeins verið á Englandi í 18 mánuði svo að ég er ennþá að aðlagast. Ég er hjá frábæru félagi sem gengur vel og með knattspyrnustjóra sem styður mig og hvetur. Ég gæti hvergið hugsað mér að vera annarstaðar í augnablikinu svo að ég hef ekki áhuga á að fara,” sagði Doyle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×