Fjarlægjumst enn norrænt matarverð 9. janúar 2007 18:41 Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Fréttir Innlent Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira
Matur á Íslandi er röskum 60 prósentum dýrari hér en að meðaltali innan Evrópu og hefur munurinn rokið upp á milli ára. Íslenskur almenningur greiðir gríðarlegan fórnarkostnað vegna krónunnar, segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ísland er Evrópumeistari í háu verðlagi á mat og drykk en það staðfestist enn í nýjustu samantekt Eurostat, Hagstofu Evrópusambandsins. Tölurnar eru frá 2005. Það ár var matarverð sextíu og tveimur prósentum hærra hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandinu. Næstur er Noregur, með 51% hærra verð, þá Sviss og Danmörk í fjórða sæti. Ef öll útgjöld eru tekin saman eru heimili hér að borga 46 prósent meira en að meðaltali í ESB. Munurinn á matarverði var 65% árið 2000 en hefur verið að sveiflast kringum 50 prósentin síðustu árin. Þegar umræðan um hátt matarverð á Íslandi stóð sem hæst var gjarnan vísað til þess að matur hér væri 48% dýrari en innan ESB, eins og hann var 2003 og 2004, umræða sem leiddi til þess að ríkisstjórnin ákvað að lækka matarverð um allt að 16% með ýmsum aðgerðum sem koma til framkvæmda núna í mars. Markmiðið: að matarverð hér verði sambærilegt við meðalverð á Norðurlöndunum. En ef við skoðum bara Norðurlöndin kemur í ljós að munurinn þar er svipaður á milli ára, nema í Noregi, - en hér rýkur hann upp í 62% og dregur þá enn í sundur með matarverði hér og á nágrannalöndunum. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hrökkva engan veginn til segir formaður Samfylkingarinnar. Bæði þurfi að lækka innflutningstolla og kasta krónunni, enda hafi sveiflur í genginu áhrif á vöruverð. Eina svarið sé að undirbúa upptöku evrunnar enda hafi íslenskur almenningur þurft að greiða gríðarlegan fórnarkostnað fyrir að halda í krónuna. "Mér finnst að þeir flokkar sem ekki vilja ræða þessi mál hljóti að þurfa að standa almenningi reikningsskil sinna gerða," segir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.
Fréttir Innlent Mest lesið Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Innlent Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Innlent Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Innlent Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Innlent Fleiri fréttir Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Umfangsmikil leit þyrlusveitar og björgunarsveita að fiskibát í nótt Erfitt að flytja tímabundið heim í tóm hús Ætla að vinda ofan af jafnlaunavottun „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Heimkoma Grindvíkinga, umdeild söngvakeppni og „kassabyggingum“ mótmælt Í annarlegu ástandi með tvo hnífa Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Vill rannsóknarnefnd um rannsókn hrunmálanna Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Steinn verður reistur við og brúin yfir Mógilsá löguð RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Sjá meira