Glitnir segir líkur á lægra bensínverði 9. janúar 2007 12:03 Bensíndælur. Verð á Brentolíu fór í 55 dali á tunnu við opnun markaða í morgun. Olíuverð lækkað nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs og er komið talsvert frá þeim methæðum sem það fór í um mitt sumar í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að lækkun á olíuverði síðustu vikurnar megi aðallega rekja til hlýinda á austurströnd Bandaríkjanna. Fjórði ársfjórðungur sé alla jafna sá söluhæsti á árinu en líklegast megi ennþá eiga von á kuldakasti í Bandaríkjunum. Þá hafi olíubirgðir aukist þrátt fyrir að OPEC-ríkin, samtök olíu útflutningsríkja, hafi ákveðið að draga úr olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag frá 1. nóvember síðastliðnum. Greiningardeildin bendir á að OPEC-ríkin framleiði samtals um 40 prósent af olíu í heiminum en þau hafi minnkað framleiðslu sína síðastliðna 2 mánuði eða um 245 þúsund tunnur á dag í desember og 550 þúsund tunnur á dag í nóvember. Framleiðslan verður minnkuð enn frekar þann 1.febrúar til að koma í veg fyrir of miklar birgðir eftir veturinn. Búist er við að olíuverð muni halda áfram að lækka á næstunni, að sögn greiningardeildar Glitnis. Greiningardeildin bendir á að íslensku olíufélögin hafi ekki lækkað bensínverð síðan 22. nóvember í fyrra. Síðan þá hefur Brent hráolían lækkað um 7 prósent í verði og gengi krónunnar hækkað um 1 prósent á sama tíma. Íslenskir neytendur megi því eiga von á lækkun bensínverðs á næstunni. Muni það ásamt fleiri þáttum vinna með lækkun vísitölu neysluverðs og verðbólgunnar, að sögn deildarinnar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira
Verð á Brentolíu fór í 55 dali á tunnu við opnun markaða í morgun. Olíuverð lækkað nokkuð stöðugt undir lok síðasta árs og er komið talsvert frá þeim methæðum sem það fór í um mitt sumar í fyrra. Greiningardeild Glitnis segir íslensku olíufyrirtækin ekki hafa lækkað eldsneytisverð síðan 22. nóvember í fyrra en telur líkur á lækkun á næstunni. Greiningardeild Glitnis segir í Morgunkorni sínu í dag að lækkun á olíuverði síðustu vikurnar megi aðallega rekja til hlýinda á austurströnd Bandaríkjanna. Fjórði ársfjórðungur sé alla jafna sá söluhæsti á árinu en líklegast megi ennþá eiga von á kuldakasti í Bandaríkjunum. Þá hafi olíubirgðir aukist þrátt fyrir að OPEC-ríkin, samtök olíu útflutningsríkja, hafi ákveðið að draga úr olíuframleiðslu um 1,2 milljónir tunna á dag frá 1. nóvember síðastliðnum. Greiningardeildin bendir á að OPEC-ríkin framleiði samtals um 40 prósent af olíu í heiminum en þau hafi minnkað framleiðslu sína síðastliðna 2 mánuði eða um 245 þúsund tunnur á dag í desember og 550 þúsund tunnur á dag í nóvember. Framleiðslan verður minnkuð enn frekar þann 1.febrúar til að koma í veg fyrir of miklar birgðir eftir veturinn. Búist er við að olíuverð muni halda áfram að lækka á næstunni, að sögn greiningardeildar Glitnis. Greiningardeildin bendir á að íslensku olíufélögin hafi ekki lækkað bensínverð síðan 22. nóvember í fyrra. Síðan þá hefur Brent hráolían lækkað um 7 prósent í verði og gengi krónunnar hækkað um 1 prósent á sama tíma. Íslenskir neytendur megi því eiga von á lækkun bensínverðs á næstunni. Muni það ásamt fleiri þáttum vinna með lækkun vísitölu neysluverðs og verðbólgunnar, að sögn deildarinnar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Viðskipti erlent Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Fleiri fréttir „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Sjá meira