Innlent

Sakfelldur fyrir ölvunarakstur á bílaplani

MYND/GVA

Karlmaður var í Héraðsdómi Suðurlands í dag dæmdur til greiðslu 135 þúsund króna í sekt og var sviptur ökuskírteini í eitt ár fyrir að hafa ekið bíl undir áhrifum áfengis fyrir utan skemmtistað á Selfossi.

Lögregla veitti bifreiðinni eftirtekt við skemmtistaðinn þar sem verið var að bakka henni út af stæði. Var maðurinn búinn að stöðva bílinn þegar lögreglu bar að og hafði stigið út úr honum. Reyndist hann ölvaður. Fyrir dómi hélt maðurinn því fram að hann hefði ekki ræst bílinn heldur hefði kona í farþegasæti stungið skrúfjárni í kveikjulásinn þannig að bíllinn hrökk aftur á bak.

Í framburði lögreglumannanna kom fram að bakkljós hefðu verið á bílnum og reyk lagt frá púströri og því hefði bílinn verið í gangi. Dómurinn sá ekki tilefni til að draga framburð lögreglumannanna í efa og var maðurinn því sakfelldur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×