Óttast að Þormóður Rammi leigi kvóta þriggja skipa 6. janúar 2007 18:30 Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður. Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Framlagið hafi verið tvöfaldað vegna prófkjörsbaráttu Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Oddvita Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi lýst illa á uppsagnir yfirmanna á þremur skipum Þormóðs ramma. Hann óttast að fyrirtækið muni nota smugu í lögunum til þess að leigja út allar aflaheimildir skipanna á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri Þormóðs ramma segir að samkvæmt lögum megi fyrirtækið ekki leigja út meira en helming aflaheimildanna. Yfirmönnum Kleifarbergs, Mánabergs og Sigurbjörgu var sagt upp í desember og hafa þeir sex mánaða uppsagnafrest. Í bréfi til skipverjanna er þetta sagt nauðsynlegt þar sem samið hafi verið um smíði tveggja nýrra skipa sem eiga að koma í stað þessara þriggja og nauðsynlegt sé að það náist að selja gömlu skipin áður en þau nýju koma. Ef sala hefur ekki orðið þegar uppsagnafresturinn er liðinn segir að skipverjum verði boðin tímabundin ráðning þar skipið selst eða því verður lagt. Þar kemur jafnfram fram að bjóða eigi þeim ráðningu á nýju skipunum þegar að því kemur. Kristján Möller, oddviti Samfylkingarinnar í norðausturkjördæmi segir uppsagnirnar áfall fyrir Fjallabyggð, sjómennina og fjölskyldur þeirra. Krisján segir marga þessara skipverja og fjölskyldur þeirra hafa áhyggjur af stöðunni og margir telji að þarna eigi að spila á kvótakerfið. Óttast sé að fyrirtækið ætli leigja allar aflaheimildir skipanna í heilt fiskveiðiár en hann segir það mega þegar von er á nýju skipi. Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma, sagði í samtali við fréttastofu í dag í versta falli gætu einhverjir þeirra sem sagt var upp, ekki geta starfað hjá fyrirtækinu í rúmt ár eða þar til nýju skipin koma í lok árs 2008 og í apríl 2009. Hann segir að ekki meira en fimmtíu prósent aflaheimildanna verði leigð út eins og lög kveða á um. Kristján segir sínar heimildir frá Fiskistofu segja að leyfi sé til að leigja allan kvótann þar sem ný skip séu væntanleg þó það standi ekki skýrt í lögunum. Leiguverð fyrir aflaverðmæti skipanna þriggja segir Kristján geta verið einn til 1,3 milljarðar á ári og á móti sé enginn kostnaður.
Fréttir Innlent Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Framlagið hafi verið tvöfaldað vegna prófkjörsbaráttu Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent