Dæmd fyrir fíkniefnasmygl í pósti og vörslu fíkniefna 5. janúar 2007 15:26 Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi. Dómsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag karlmann í eins og hálfs árs fangelsi og konu í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa reynt að smygla inn bæði amfetamíni og kókaíni til landsins með póstsendingum og ýmis önnur brot.Fólkið var auk þess sakfellt fyrir vörslu fíkniefna, þar af karlmaðurinn fyrir að hafa í fórum sínum 2,7 kíló af hassi og ríflega þrjú hundruð grömm af amfetamíni. Karlmaðurinn var auk þess sakfelldur fyrir hylmingu með því að geyma þýfi í húsakynnum sínum.Ákæra í málinu var í þremur liðum. Sá fyrsti sneri aðeins að manninum en lögregla fann við húsleit hjá honum í júní 2005 rúm 300 grömm af amfetamíni, rúm 2,7 kíló af hassi auk e-pillna og marijúana. Þá fannst auk þess töluvert af þýfi hjá manninum.Karlinn og konan voru hins vegar bæði ákærð fyrir að hafa reynt að flytja inn rúmt hálft kíló af amfetamíni í þremur umslögum til lands í maí og júní í fyrra og fyrir að reyna að smygla 52,69 grömmum af kókaíni og 25,87 grömmum af hassi frá Spáni sem komið var fyrir í sex umslögum og send hingað til lands í september. Misnotaði konan sér aðstöðu sína sem starfsmaður Íslandspósts en hún átti að fjarlægja bréfin við flokkun á vinnustað sínum.Þriðji ákæruliðurinn sneri einnig að þeim báðum fyrir að hafa haft fíkniefni í vörslu sinni á heimili og í bíl þegar þau voru handtekin þann 19. október. Við ákvörðun refsingar fyrir karlmanninn var litið til þess að hann hafði í fórum sínum samkvæmt fyrsta ákærulið talsvert magn fíkniefna en efnið var þó ekki af miklum styrkleika. Var litið svo á að hann hefði átt frumkvæði að innflutningi fíkniefnanna með pósti og var hann því dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Til frádráttar refsingu kemur gæsluvarðhald sem hann sætti undir rannsókn málsins.Við ákvörðun refsingar fyrir konuna var hins vegar horft til þess að hún hefði skýrt og skilmerkilega sagt frá þætti sínum og mannsins í málinu. Þá yrði við það miðað að maðurinn hefði fengið hana til að taka þátt í innflutningnum. Til refsiþyngingar vó hins vegar að hún nýtti sér aðstöðu sína hjá Íslandspósti við framningu brotanna. Var hún því dæmd í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi.
Dómsmál Mest lesið Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Helgi Pétursson er látinn Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Erlent Svona stór er nýja moskítóflugan í samanburði Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira