Erlent

Á ekki von á miklum átökum

Mohamed Al Gedi, forsætisráðherra Sómalíu.
Mohamed Al Gedi, forsætisráðherra Sómalíu. MYND/AP

Forsætisráðherra Sómalíu, Mohamed Al Gedi, sagði í gær að hann byggist ekki við miklum átökum við uppreisnarmenn héðan af þar sem vel hefur tekist að dreifa úr hermönnum þeirra. Sómalska ríkisstjórnin hefur einnig sett í gang áætlun sem miðar að því að afvopna stríðsherra um allt land.

Byggist áætlunin fyrst og fremst að því að fólk skili inn vopnum sínum og hætti bardögum gegn því að fá uppgefnar sakir en Al Gedi hefur boðið uppreisnarmönnum samskonar samning. Misvísandi fréttir hafa þó borist af árangri áætlunarinnar og segja sum vitni að söfnunarstaðir séu tómir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×