Aftökunni var næstum frestað 2. janúar 2007 18:45 Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. Í skýrslu íraska innanríkisráðuneytisins kemur fram að 1.930 borgarar létu lífið í ofbeldisverkum í desember 2006, fjórfalt fleiri en í janúar sama ár. Flestir eru reyndar sammála um að þetta mat sé afar hóflegt, mannfallið er líklega mun meira. Hver sem fjöldinn er, er ljóst að ástandið fer stöðugt versnandi og stigvaxandi átök trúarhópa er orsökin. Þau eru einmitt ein ástæða rannsóknar stjórnvalda sem beinist bæði að hvernig á því standi að sjálf aftakan var mynduð þrátt fyrir bann en einnig að framkomunni sem böðlarnir sýndu Saddam á dauðastundinni þegar þeir formæltu honum og ákölluðu svo sjíaklerkinn Muqtada al-Sadr. Aftakan og myndirnar af henni hafi vakið upp hörð viðbrögð, bæði í Írak og í nágrannalöndunum. Í gær tók Raghad, dóttir Saddams, þátt í mótmælum í Amman í Jórdaníu, og í Samarra í Írak brutust súnníar inn í rústir gullnu moskunnar, eins helgasta vés sjía, og létu þar öllum illum látum. Sú uppákoma er sögð til marks um stigmagnandi ófrið á milli sjía og súnnía. Annars þykja aftökur í Mið-Austurlöndum sjaldnast tiltökumál. Mörg þeirra eru hópi þeirra 69 ríkja heimsins þar sem fólk er tekið af lífi fyrir hefðbundna glæpi. Í 11 löndum er dauðarefsingum beitt í undantekningartilvikum og önnur 29 hafa ekki gert slíkt í að minnsta kosti áratug. Í 88 löndum eru aftökur svo bannaðar með öllu. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu lýsti því yfir í dag að hann myndi beita sér fyrir alþjóðlegu banni gegn dauðarefsingum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en Ítalir tóku sæti í öryggisráðinu nú um áramótin. Nýr framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-Moon, sagði á sínum fyrsta starfsdegi í dag að ákvörðun um slíkt ætti að vera í höndum hvers og eins aðildarríkis. Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira
Litlu munaði að aftökunni á Saddam Hussein yrði frestað vegna framkomu böðlanna í hans garð og hafa írösk stjórnvöld fyrirskipað rannsókn á málinu. Óttast er að átök trúarhópa muni magnast vegna þessa en aldrei hafa jafnmargir borgarar látið lífið vegna átaka í Írak og í síðasta mánuði. Í skýrslu íraska innanríkisráðuneytisins kemur fram að 1.930 borgarar létu lífið í ofbeldisverkum í desember 2006, fjórfalt fleiri en í janúar sama ár. Flestir eru reyndar sammála um að þetta mat sé afar hóflegt, mannfallið er líklega mun meira. Hver sem fjöldinn er, er ljóst að ástandið fer stöðugt versnandi og stigvaxandi átök trúarhópa er orsökin. Þau eru einmitt ein ástæða rannsóknar stjórnvalda sem beinist bæði að hvernig á því standi að sjálf aftakan var mynduð þrátt fyrir bann en einnig að framkomunni sem böðlarnir sýndu Saddam á dauðastundinni þegar þeir formæltu honum og ákölluðu svo sjíaklerkinn Muqtada al-Sadr. Aftakan og myndirnar af henni hafi vakið upp hörð viðbrögð, bæði í Írak og í nágrannalöndunum. Í gær tók Raghad, dóttir Saddams, þátt í mótmælum í Amman í Jórdaníu, og í Samarra í Írak brutust súnníar inn í rústir gullnu moskunnar, eins helgasta vés sjía, og létu þar öllum illum látum. Sú uppákoma er sögð til marks um stigmagnandi ófrið á milli sjía og súnnía. Annars þykja aftökur í Mið-Austurlöndum sjaldnast tiltökumál. Mörg þeirra eru hópi þeirra 69 ríkja heimsins þar sem fólk er tekið af lífi fyrir hefðbundna glæpi. Í 11 löndum er dauðarefsingum beitt í undantekningartilvikum og önnur 29 hafa ekki gert slíkt í að minnsta kosti áratug. Í 88 löndum eru aftökur svo bannaðar með öllu. Romano Prodi, forsætisráðherra Ítalíu lýsti því yfir í dag að hann myndi beita sér fyrir alþjóðlegu banni gegn dauðarefsingum á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en Ítalir tóku sæti í öryggisráðinu nú um áramótin. Nýr framkvæmdastjóri samtakanna, Ban Ki-Moon, sagði á sínum fyrsta starfsdegi í dag að ákvörðun um slíkt ætti að vera í höndum hvers og eins aðildarríkis.
Erlent Fréttir Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Fleiri fréttir Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Sjá meira