Erlent

Uppreisnarmenn hraktir á flótta

MYND/AP

Stjórnvöld í Sómalíu hafa heitið því að gefa þeim íslömsku uppreisnarmönnum upp sakir sem leggi niður vopn og hætti bardögum við sómalskar og eþíópískar hersveitir. Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra í bráðabirgðastjórn Sómalíu, hefur gefið þeim þriggja daga frest til að afhenda vopn sín ellegar verði þeir afvopnaðir með valdi.

Uppreisnarmenn hafa nú flúið hafnarborgina Kismayo í suðurhluta landsins. Borgin var síðasta vígi þeirra en þangað höfðu þeir hrakist frá höfuðborginni, Mogadishu, fyrir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×