Sjálfum mér til varnar 6. desember 2007 00:01 Grafalavarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrottafenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeiðingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lögregluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælisvert að láta skrifin óátalin. Aðgerðarleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvaraleysi. Þannig verður einræðismenningin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldismenn gerast fyrirferðarmiklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóðfélaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látnir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Hver eru þau kvenfrelsismál sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og ofbeldisfulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað, kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum með öðrum orðum tryggja mannréttindi öllum til handa á öllum sviðum þjóðlífsins, óháð kyni. Það er gegn baráttu af þessu tagi sem við félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði þurfum að sitja undir skrifum þar sem sagt er beint út og vafningalaust að leiðin til að þagga niður í okkur sé að beita okkur líkamlegu ofbeldi. Ég höfða til samfélagsins alls um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki óátalið. Ég höfða til lýðræðisvitundar þjóðarinnar og réttlætiskenndar þótt ég setji þessar línur á blað einnig með þrengra sjónarhorn í huga. Ég skrifa sjálfum mér til varnar. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Grafalavarleg eru skrif ungra manna í bloggheimum þar sem fólki sem talar máli kvenfrelsis er hótað ofbeldi, hrottafenginni nauðgun eða öðrum líkamsmeiðingum. Á undanförnum dögum hef ég séð ofbeldis- og hótunarskrif af þessu tagi og hefur þeim verið komið á framfæri við lögregluyfirvöld. Að sjálfsögðu var það gert. Að mínum dómi væri það hreinlega ámælisvert að láta skrifin óátalin. Aðgerðarleysi gagnvart ofbeldi á ekki rétt á sér. Ekki heldur andvaraleysi. Þannig verður einræðismenningin til. Ekki aðeins vegna þess að ofbeldismenn gerast fyrirferðarmiklir og hrifsa til sín völdin heldur vegna hins að þeir eru látnir komast upp með það. Það á að verða þjóðfélaginu öllu til umhugsunar ef hér er að myndast andrúmsloft þar sem það líðst að allir þeir sem hreyfa við ranglæti í samfélaginu eru látnir sæta einelti og hótunum! Af slíku stafar sjálfu lýðræðinu ógn. Hver eru þau kvenfrelsismál sem fara helst fyrir brjóstið á þessu umburðarlitla og ofbeldisfulla fólki? Ég læt mér nægja að vísa í baráttumál þess stjórnmálaflokks sem ég starfa innan, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Í þeim flokki höfum við barist fyrir því að komið verði í veg fyrir kynbundið ofbeldi, að mansal verði stöðvað, kynbundnum launamun útrýmt, að jafnræði ríki með kynjunum á vinnumarkaði, innan stjórnsýslunnar og í fyrirtækjum. Við viljum með öðrum orðum tryggja mannréttindi öllum til handa á öllum sviðum þjóðlífsins, óháð kyni. Það er gegn baráttu af þessu tagi sem við félagar í Vinstrihreyfingunni - grænu framboði þurfum að sitja undir skrifum þar sem sagt er beint út og vafningalaust að leiðin til að þagga niður í okkur sé að beita okkur líkamlegu ofbeldi. Ég höfða til samfélagsins alls um að láta ofbeldi af þessu tagi ekki óátalið. Ég höfða til lýðræðisvitundar þjóðarinnar og réttlætiskenndar þótt ég setji þessar línur á blað einnig með þrengra sjónarhorn í huga. Ég skrifa sjálfum mér til varnar. Ögmundur Jónasson, formaður þingflokks VG.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun