Frábær heilaleikfimi 28. nóvember 2007 00:01 Áslaug Friðriksdóttir „Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira
„Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh
Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Viðskipti innlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Fleiri fréttir Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Sjá meira