Frábær heilaleikfimi 28. nóvember 2007 00:01 Áslaug Friðriksdóttir „Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh Héðan og þaðan Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
„Uppáhaldið mitt í dag er Sunnudagskrossgáta Morgunblaðsins. Alveg frábær heilaleikfimi og skemmtun,“ segir Áslaug Friðriksdóttir, framkvæmdastjóri veffyrirtækisins Sjá. Hún segir að áhugamálin fyrir utan vinnuna hafi tekið ýmsum breytingum í gegnum tíðina. „Ég hef alltaf átt ákveðin áhugamál, svo sem að fylgjast með pólitík, synda og fara í bíó. Eitthvað sem er auðvelt án þess að þurfa að skipuleggja það sérstaklega.“ Áslaus segist hafa ferðast mikið og farið á skíði og göngur áður en börnin komu til sögunnar, en hún á nú þrjú. „Meðan börnin eru lítil og geta ekki fylgt manni í hvað sem er hefur maður þróað svona hliðaráhugamál sem hægt er að sinna heima við.“ „Það besta sem ég veit er að eiga góð stund til að sitja yfir krossgátunni og reyna við hvert orðið á fætur öðru,“ segir Áslaug brosandi og bætir því við að oft sé erfitt að slíta sig frá gátunni. „Þegar gestir koma í heimsókn er oft bara brugðið á það ráð að fá alla með í leikinn þannig að stundum situr heilt matarboð og pælir í gegnum þetta.“ Áslaug segist ekki oft ná að ljúka allri gátunni. „En ég er svo heppin að ég veit um fólk úti í bæ sem deilir áhugamálinu. Við skiptumst á vísbendingum þegar mér þykir ég hafa fullreynt eitthvað.“ Samskiptanetið í kringum gátuna sé ótrúlega stórt. „Stundum fær maður vísbendingar í gegnum langsótt og skemmtileg tengsl,“ segir Áslaug. Þar sé stríðnin stundum við völd. „Og maður fær það alveg óþvegið hversu heimskur er hægt að vera,“ segir Áslaug Friðriksdóttir og hlær.- ikh
Héðan og þaðan Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent