Hvíld frá amstri fjármálaheimsins 7. nóvember 2007 00:01 Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Saga Capital og motocross-unnandi. Mynd / Unnar Helgason Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“ Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira
Frá blautu barnsbeini hefur Helga Hlín Hákonardóttir, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs hjá Saga Capital Fjárfestingarbanka, verið viðloðandi vélhjól. Sem krakki lék hún sér á vélsleðum og fjórhjólum og hún var ekki lengi að fá sér mótorhjólapróf um leið og hún hafði aldur til. Í fyrrasumar prófaði hún motocross í fyrsta sinn og féll kylliflöt. „Motocrossið er mjög líkamlega krefjandi íþrótt. Ef maður er ekki í góðu formi þegar maður byrjar er maður fljótur að komast í það. Svo er þetta alveg óheyrilega gaman og ögrandi. Hvíldin frá amstri fjármálaheimsins og útrásin eru algjör. Þetta er mikil frelsun!“ Helga Hlín líkir hverju skipti við þá tilfinningu sem flestir muna eftir, að læra að hjóla á reiðhjóli. „Hvert skipti í motocrossinu er persónulegur sigur sem helst má líkja við að læra að hjóla. Maður er alltaf að sigrast á einhverju nýju. Það finnst mér alveg nauðsynlegt, annars verða hlutirnir fljótt leiðinlegir.“ Öll fjölskyldan deilir áhuga Helgu Hlínar á motocrossinu. Fjögur hjól sitja í bílskúrnum sem tilheyra Helgu Hlín, manni hennar, Unnari Sveini Helgasyni og eldri dóttur þeirra sem er fimmtán ára. Sú yngri, sem er ekki nema tveggja ára, hefur óbilandi áhuga á bleikum hjólum. Hún hefur ekki áhyggjur af áhuga dætranna. „Eldri dóttir mín hefur slasað sig oftar í handboltanum en ég í motocrossinu. Þessu fylgir mikill agi og bæði krakkar og fullorðnir þurfa því að sýna fyllstu virðingu við allar reglur. Svo er maður vel varinn. Maður losnar hins vegar ekki við lófastóra marbletti og skrámur. Þeir sem hafa ekki fengið marblett eða japlað á smá sandi síðan þeir voru níu ára eiga sjálfsagt lítið erindi í motocrossið.“
Héðan og þaðan Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Viðskipti innlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Fleiri fréttir Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Sjá meira