Lífsstíll fremur en áhugamál 24. október 2007 00:01 Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, er mikill hestamaður. Hér nær hann tengingu við nýfætt folald í sveitinni í sumar. Mynd/Ásgeir Margeirsson Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur." Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Í hátt í tuttugu ár hefur Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, stundað hestamennsku af miklu kappi. Hann kynntist henni sem unglingur í sveit og keypti sér sinn fyrsta hest þegar hann var ekki nema sextán ára. „Hestamennskan var mér alltaf mjög nærri, þrátt fyrir að mitt fólk vissi ekki hvað sneri fram og hvað aftur á hestum. Hún togaði hins vegar alltaf í mig, allt frá þessum tíma." Eftir að Ásgeir flutti aftur heim að loknu verkfræðinámi í Svíþjóð hóf hann að stunda hestamennsku ásamt tengdaföður sínum. Síðan hefur áhugamálið hlaðið utan á sig hjá Ásgeiri, eiginkonu hans og tveimur af þremur sonum þeirra. „Fyrir okkur er þetta ekki lengur áhugamál heldur lífsstíll, enda fer megnið af okkar frítíma í þetta." Í það heila á fjölskyldan hátt á annan tug hesta. Þau eru með hesthús í bænum og aðstöðu austur í sveit sem þau nota mikið á sumrin. Á haustin, þegar hestarnir eru í haga, nota Ásgeir og synir hans tímann í tamningar. Þeir eru því fáir mánuðirnir á ári sem hestamennskan tekur ekki tíma fjölskyldunnar. Nú er tamningunum nýlokið hjá þeim feðgum. Segir Ásgeir ekki laust við að hann finni fyrir fráhvarfseinkennum. „Maður er fljótt farinn að hugsa um hvernig hestarnir hafi það og gefur sér tíma til að fara að heimsækja þá. Enda myndast mjög sterkar taugar á milli hests og manns. Hins vegar nota ég líka tímann á haustin til að sinna öðrum málum sem ef til vill hafa setið á hakanum." Það er lykilatriði, að mati Ásgeirs, að hestamennskan sé sameiginlegt áhugamál fjölskyldunnar. „Þetta kostar bæði mikinn tíma og peninga. Hestamennskunni þarf að forgangsraða framarlega, jafnvel á kostnað annars sem maður myndi gera. Það getur verið mjög erfitt ef það er ekki samstaða um það hjá fjölskyldunni. Ég hefði ekki sökkt mér svona djúpt í hestamennskuna nema af því hún varð fjölskylduáhugamál hjá okkur."
Héðan og þaðan Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira