Viðskipti erlent

Dropinn dýrkeyptur

Dælt á bílinn Verð á hráolíu fór í hæstu hæðir í gær en lækkaði snarlega eftir því sem á leið.Fréttablaðið/AP
Dælt á bílinn Verð á hráolíu fór í hæstu hæðir í gær en lækkaði snarlega eftir því sem á leið.Fréttablaðið/AP
Heimsmarkaðsverð á hráolíu rauk yfir 90 dali á tunnu á fjármálamörkuðum aðfaranótt föstudags en viðlíka verðmiði hefur aldrei áður sést á svartagullinu.

Tvennt liggur til grundvallar verðhækkuninni: Í fyrsta lagi stendur bandaríkjadalur mjög lágt gagnvart helstu gjaldmiðlum, ekki síst evru, auk þess sem spenna á milli Tyrkja og Kúrda í norðurhéruðum Írak hefur farið vaxandi í vikunni.

Verðið lækkaði um og yfir einn dal í gær og stóð hráolíuverðið í 88,37 dölum á tunnu á fjármálamörkuðum í Bandaríkjunum um miðjan dag í gær en verð á Brent Norðursjávarolíu í 83,87 dölum á tunnu.

Fjármálaskýrendur segja hagnaðartöku fjárfesta skýra verðlækkunina að mestu og reikna með að verðið fari í hæstu hæðir á ný innan skamms.

- jab





Fleiri fréttir

Sjá meira


×