Stærstu sjóðirnir selja sig úr Icebank 13. október 2007 11:09 Á Viðskiptaþingi 2007. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, ræðir hér við þá Guðjón Rúnarsson, framkvæmdastjóra Samtaka fjármálafyrirtækja (vinstra megin), og Yngva Örn Kristinsson, framkvæmdastjóra verðbréfasviðs Landsbanka Íslands, á þingi Viðskiptaráðs Íslands í byrjun ársins. Myn/GVA SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina. Byr sparisjóður og SPRON hf. hafa selt eignarhlut sinn í Icebank, þjónustubanka sparisjóðanna. Salan er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Hluturinn sem SPRON seldi nam 20,5 prósentum hlutafjár í Icebank, en hlutur Byrs 24,68 prósentum. Hvor um sig heldur þó eftir fjögurra prósenta eignarhlut í Icebank. Kaupverð er ekki gefið upp, né heldur hver kaupir þarna tæplega helmingshlut í Icebank. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, segir að næsta mánudag verði upplýst nánar um kaupin. Skömmu fyrir síðustu mánaðamót var hins vegar frá því greint í Markaðnum, sem fylgir Fréttablaðinu, að æðstu stjórnendur bankans hefðu hug á að kaupa hlut í bankanum í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt heimildum blaðsins nú gengu þau viðskipti eftir í einhverri mynd. Icebank mun þó enn vera í meirihlutaeigu sparisjóða, sem þýðir að helstu sparisjóðir sem eftir standa í eigendahópi Icebank hafa jafnframt aukið við eignarhlut sinn. Samtals standa þá átján sparisjóðir að bankanum, þeirra stærstir Sparisjóðurinn í Keflavík sem fór með 12,2 prósent fyrir viðskiptin og Sparisjóður Mýrasýslu sem átti 8,7 prósent. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON hf., segir söluna framhald á stefnu sem áður hafi verið kynnt hjá Icebank. „Stefnt var að því að opna eignarhaldið og skrá bankann síðan í Kauphöllina á næsta ári. Starfsvettvangur bankans hefur verið að þróast mikið í kjölfar stefnumótunar og þetta er bara einn liður af mörgum sem verið er að framkvæma.“ Hann segir það hins vegar nýrra eigenda að gera grein fyrir kaupum sínum í bankanum. Í tilkynningum SPRON og Byrs til Kauphallar í gær kemur hins vegar fram að salan hafi „jákvæð áhrif“ á eigið fé sjóðanna. „Það kemur náttúrlega annars vegar til af því að eign sparisjóðanna í Icebank hefur verið bókfærð á innra virði, en núna kemur fram markaðsverð og það skapar einhvern hagnað. Í öðru lagi er jafnljóst að eignarhald fjármálafyrirtækis á hlutabréfum í öðru fjármálafyrirtæki er dregið frá eigin fénu þegar eiginfjárhlutföll eru reiknuð út, þannig að við þetta losnar um eiginfjárbindingu.“ Að sama skapi segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, að salan sé til komin vegna breytinga á sambandi Byrs og SPRON við Icebank. Icebank segir hann að sinni meðal annars mikilvægu hlutverki við öflun erlendra lána fyrir minni sparisjóði, en stóru sjóðirnir annist nú alfarið sjálfir fjármögnun erlendis. „Bankinn hefur í raun breyst úr samstarfsaðila yfir í fjárfestingu og það er í raun rótin að þessum breytingum sem eru að eiga sér stað.“ Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira
SPRON hf. og Byr sparisjóður hafa selt samtals 45,18 prósenta eignarhlut sinn í Icebank. Hvor um sig heldur þó eftir átta prósenta hlut. Icebank verður eftir sem áður í meirihlutaeigu sparisjóðanna sem eftir standa. Bankastjóri Icebank segir nánar verða greint frá viðskiptunum eftir helgina. Byr sparisjóður og SPRON hf. hafa selt eignarhlut sinn í Icebank, þjónustubanka sparisjóðanna. Salan er háð samþykki Fjármálaeftirlitsins. Hluturinn sem SPRON seldi nam 20,5 prósentum hlutafjár í Icebank, en hlutur Byrs 24,68 prósentum. Hvor um sig heldur þó eftir fjögurra prósenta eignarhlut í Icebank. Kaupverð er ekki gefið upp, né heldur hver kaupir þarna tæplega helmingshlut í Icebank. Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Icebank, segir að næsta mánudag verði upplýst nánar um kaupin. Skömmu fyrir síðustu mánaðamót var hins vegar frá því greint í Markaðnum, sem fylgir Fréttablaðinu, að æðstu stjórnendur bankans hefðu hug á að kaupa hlut í bankanum í samstarfi við aðra fjárfesta. Samkvæmt heimildum blaðsins nú gengu þau viðskipti eftir í einhverri mynd. Icebank mun þó enn vera í meirihlutaeigu sparisjóða, sem þýðir að helstu sparisjóðir sem eftir standa í eigendahópi Icebank hafa jafnframt aukið við eignarhlut sinn. Samtals standa þá átján sparisjóðir að bankanum, þeirra stærstir Sparisjóðurinn í Keflavík sem fór með 12,2 prósent fyrir viðskiptin og Sparisjóður Mýrasýslu sem átti 8,7 prósent. Guðmundur Hauksson, sparisjóðsstjóri SPRON hf., segir söluna framhald á stefnu sem áður hafi verið kynnt hjá Icebank. „Stefnt var að því að opna eignarhaldið og skrá bankann síðan í Kauphöllina á næsta ári. Starfsvettvangur bankans hefur verið að þróast mikið í kjölfar stefnumótunar og þetta er bara einn liður af mörgum sem verið er að framkvæma.“ Hann segir það hins vegar nýrra eigenda að gera grein fyrir kaupum sínum í bankanum. Í tilkynningum SPRON og Byrs til Kauphallar í gær kemur hins vegar fram að salan hafi „jákvæð áhrif“ á eigið fé sjóðanna. „Það kemur náttúrlega annars vegar til af því að eign sparisjóðanna í Icebank hefur verið bókfærð á innra virði, en núna kemur fram markaðsverð og það skapar einhvern hagnað. Í öðru lagi er jafnljóst að eignarhald fjármálafyrirtækis á hlutabréfum í öðru fjármálafyrirtæki er dregið frá eigin fénu þegar eiginfjárhlutföll eru reiknuð út, þannig að við þetta losnar um eiginfjárbindingu.“ Að sama skapi segir Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri Byrs, að salan sé til komin vegna breytinga á sambandi Byrs og SPRON við Icebank. Icebank segir hann að sinni meðal annars mikilvægu hlutverki við öflun erlendra lána fyrir minni sparisjóði, en stóru sjóðirnir annist nú alfarið sjálfir fjármögnun erlendis. „Bankinn hefur í raun breyst úr samstarfsaðila yfir í fjárfestingu og það er í raun rótin að þessum breytingum sem eru að eiga sér stað.“
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Sjá meira