Aldrei fleiri fangar í gæsluvarðhaldi 10. október 2007 00:01 Verið er að taka í notkun viðbótarbyggingu á Kvíabryggju. Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Alls sitja 26 manns í gæsluvarðhaldi. Aldrei hafa fleiri setið í gæsluvarðhaldi hér á landi í senn að sögn Valtýs Sigurðssonar fangelsismálastjóra. Af þessum 26 eru 19 manns í einangrun, sem er einnig metfjöldi í senn hér. Í einangrunarvist eru fimm manns sem sitja inni vegna stóra amfetamínsmyglmálsins á Fáskrúðsfirði. Rannsókn á því máli er í fullum gangi og miðar vel, samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Níu Litháar sitja einnig í einangrun vegna gruns um stórfellda þjófnaði. Gæsluvarðhald þessara manna rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður farið fram á framlengingu, að minnsta kosti hjá hluta hópsins. Að auki sitja tveir Íslendingar til viðbótar í einangrun. Annar þeirra er grunaður um að hafa orðið manni á fimmtugsaldri að bana á Hringbraut. Maðurinn fannst í blóði sínu á sunnudag og lést degi síðar. Hinir tíu sem eru í gæsluvarðhaldi, í svokallaðri lausagæslu, eru menn sem eru að bíða eftir dómi fyrir alvarleg brot eða síbrotamenn. Spurður hvar allur þessi fjöldi gæsluvarðhaldsfanga sé vistaður, segir Erlendur Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, að sjö séu vistaðir á lögreglustöðvum, þar af tveir í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Hinir 19 séu vistaðir á Litla-Hrauni. Valtýr Sigurðsson fangelsismálastjóri segir að þrátt fyrir þetta hafi ekki myndast langir biðlistar í afplánun, enda einangrunarklefarnir utan við afplánunarkerfið. Heldur hafi þó hægt á boðunum í sumar en nú sé verið að taka í notkun viðbótarrými á Kvíabryggju sem þýði að hægt verði að vista þar 22 fanga í stað 14 áður og framkvæmdum sem standa yfir á Akureyrarfangelsi verði lokið um áramót. - jss
Fangelsismál Pólstjörnumálið Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira