Strætóferð breytti lífinu 10. október 2007 00:01 Margir segja að vindlar frá Kostaríku séu jafnvel bragðbetri en Kúbuvindlarnir heimsfrægu. Carlos Cardoza segir lítið um það, en fullyrðir að mikil tækifæri felist í viðskiptum á milli Íslands og Kostaríku á öðrum sviðum. Strætóferð Carlos Cardoza í heimalandi sínu, Kostaríku, fyrir um tíu árum átti eftir að gjörbreyta lífi hans. Þar hitti hann unga konu sem hann gaf sig á tal við. „Þú ert ekki héðan heyri ég. Þú hefur svo sterkan evrópskan hreim. Hvaðan ertu?" spurði Carlos. Konan ranghvolfdi augunum og átti ekki von á að maðurinn málglaði þekkti landið. Það gerði hann þó og fullyrðir stoltur að á því augnabliki hafi hann náð ástum hennar. Í dag er Carlos giftur þessari konu, Eyrúnu Einarsdóttur, sem á þessum tíma starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Amnesty International í Kostaríku. Saman eiga þau soninn Einar Alberto Cardoza.Á Íslandi í átta árÁrið 1999 fluttu þau Carlos og Eyrún til Íslands þar sem hér var fleiri atvinnutækifæri að finna en í Kostaríku. „Í samanburði við flest önnur lönd í Mið- og Suður-Ameríku er atvinnuástandið mjög gott í Kostaríku. En það er langt frá því að vera eins gott og það er hér. Það var ein aðalástæðan fyrir því að við fluttum hingað," segir Carlos, sem er iðnverkfræðingur að mennt.Hér hefur hann verið við ýmis störf en vinnur nú hjá leikjafyrirtækinu CCP. „Í Kostaríku hefði ég auðveldlega getað fengið ágætisvinnu, til dæmis í símaveri. En ég eyddi ekki þremur árum af ævi minni í nám til að enda í slíkri vinnu."Frá því að Carlos flutti frá föðurlandinu hefur margt þar breyst til hins betra að hans mati. Bæði sé þar fleiri háskóla að finna í dag en áður fyrr og auðveldara orðið að ná í fjölbreytilegar háskólagráður en áður var með fjölgun einkarekinna háskóla. „Þetta þýðir að ungum sérfræðingum hefur fjölgað verulega. Alþjóðleg fyrirtæki eru farin að sjá að það liggja miklir ónýttir kraftar í þessu fólki."Erlendum fyrirtækjum hefur í beinum tengslum við þetta fjölgað verulega í Kostaríku. Fjöldi alþjóðlegra risafyrirtækja hefur komið upp starfsemi þar á undanförnum árum. Má þar nefna Intel, HP, DHL, Procter&Gamble og fleiri. Það er ekki bara ónýttur mannauðurinn sem dregur þessi fyrirtæki að. Það er ekki síður lega landsins. Aðeins tekur stutta stund að komast þaðan til helstu staða Suður- og Norður-Ameríku. Þá ríkir þar mun meiri stöðugleiki og friðsæld en í nágrannalöndunum. Þar hefur lýðræði ríkt ótruflað í meira en fimmtíu ár, landið er herlaust og forseti þess, Óscar Arias, er handhafi friðarverðlauna Nóbels.Varð fyrir slökunaráfalliAð aðlagast lífinu á Íslandi þótti Carlosi ekki mikið tiltökumál. Hann skrifar það að miklu leyti á uppeldið þar sem honum var uppálagt að vera sveigjanlegur og aðlagast aðstæðum, því þær myndu ekki aðlagast honum. Þá ferðaðist hann mikið með fjölskyldu sinni frá því hann var barn og fór ungur sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Það var helst mannfæðin á Íslandi sem kom honum í opna skjöldu. Í Kostaríku búa 4,4 milljónir manna á landsvæði sem er helmingi minna en Ísland. Hann gleymir því seint þegar konan hans keyrði með hann niður Laugaveginn í fyrsta sinn. „Hvar er svo miðbærinn og allt fólkið?" spurði hann og fékk vægt áfall við að heyra sannleikann. „En þetta var ekkert vandamál. Það má lýsa því að koma hingað sem slökunaráfalli," segir Carlos hlæjandi.Tvennt segir hann líkt með þjóðunum. Annars vegar séu þegnar beggja óhemju óstundvísir. Hins vegar sé það aksturinn. „Það mætti setja upp keppni um hvorir séu verri ökumenn, Íslendingar eða Kostaríkumenn. Í Kostaríku geturðu verið viss um að þú þarft alltaf að gæta þín í umferðinni. Á Íslandi er þessu öðruvísi farið. Hér geta menn á fínum bílum sem virðast sómamenn breyst í villidýr á götunum. Engin leið er að þekkja þá frá öðrum."Ýmis viðskiptatækifæri á lausuCarlos er ekki í nokkrum vafa um að tækifæri felist í viðskiptum milli Íslands og Kostaríku. Hins vegar þurfi að efla formleg samskipti milli landanna til að liðka fyrir því. „Ísland hefur sendifulltrúa í Kostaríku. Sá hefur aldrei komið til Íslands en hefur lítinn íslenskan fána á borðinu sínu og nokkur gömul tímarit frá Icelandair. Ef þörf er á raunverulegri hjálp frá honum þarf hann að snúa sér til sendiráðsins í New York. Það þyrfti að bæta úr þessu."Ekki síst felast miklir möguleikar í ferðamannaiðnaði landanna á milli að mati Carlosar. Sérstaklega fyrir golfáhugamenn, enda séu margir gæðavellir á Kostaríku. Þá segir hann margar vörur þaðan eiga vel heima á Íslandi. Jafnframt gætu mörg íslensk fyrirtæki hagnast á framleiðslu og jafnvel sölu á vöru sinni þar. „Fyrirtæki á borð við 66°N ættu að skoða Kostaríku. Miðhálendi landsins er bæði kalt og rakt. Fólk þarf á hlýjum fötum að halda þar." Hann nefnir líka vörur Bláa lónsins, enda sé heilsan og náttúrulegar vörur ofarlega í hugum landsmanna þar eins og annars staðar í heiminum um þessar mundir.Hann segir íslenska framleiðslu alls ekki of dýra fyrir stóran hluta íbúanna. „Stóri munurinn á Kostaríku og öðrum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku er uppbygging samfélagsins. Efstu og neðstu stéttirnar eru tiltölulega litlar. Miðstéttin er hins vegar risastór og kaupmáttur hennar hefur vaxið hratt á undanförnum árum." Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Strætóferð Carlos Cardoza í heimalandi sínu, Kostaríku, fyrir um tíu árum átti eftir að gjörbreyta lífi hans. Þar hitti hann unga konu sem hann gaf sig á tal við. „Þú ert ekki héðan heyri ég. Þú hefur svo sterkan evrópskan hreim. Hvaðan ertu?" spurði Carlos. Konan ranghvolfdi augunum og átti ekki von á að maðurinn málglaði þekkti landið. Það gerði hann þó og fullyrðir stoltur að á því augnabliki hafi hann náð ástum hennar. Í dag er Carlos giftur þessari konu, Eyrúnu Einarsdóttur, sem á þessum tíma starfaði sem sjálfboðaliði fyrir Amnesty International í Kostaríku. Saman eiga þau soninn Einar Alberto Cardoza.Á Íslandi í átta árÁrið 1999 fluttu þau Carlos og Eyrún til Íslands þar sem hér var fleiri atvinnutækifæri að finna en í Kostaríku. „Í samanburði við flest önnur lönd í Mið- og Suður-Ameríku er atvinnuástandið mjög gott í Kostaríku. En það er langt frá því að vera eins gott og það er hér. Það var ein aðalástæðan fyrir því að við fluttum hingað," segir Carlos, sem er iðnverkfræðingur að mennt.Hér hefur hann verið við ýmis störf en vinnur nú hjá leikjafyrirtækinu CCP. „Í Kostaríku hefði ég auðveldlega getað fengið ágætisvinnu, til dæmis í símaveri. En ég eyddi ekki þremur árum af ævi minni í nám til að enda í slíkri vinnu."Frá því að Carlos flutti frá föðurlandinu hefur margt þar breyst til hins betra að hans mati. Bæði sé þar fleiri háskóla að finna í dag en áður fyrr og auðveldara orðið að ná í fjölbreytilegar háskólagráður en áður var með fjölgun einkarekinna háskóla. „Þetta þýðir að ungum sérfræðingum hefur fjölgað verulega. Alþjóðleg fyrirtæki eru farin að sjá að það liggja miklir ónýttir kraftar í þessu fólki."Erlendum fyrirtækjum hefur í beinum tengslum við þetta fjölgað verulega í Kostaríku. Fjöldi alþjóðlegra risafyrirtækja hefur komið upp starfsemi þar á undanförnum árum. Má þar nefna Intel, HP, DHL, Procter&Gamble og fleiri. Það er ekki bara ónýttur mannauðurinn sem dregur þessi fyrirtæki að. Það er ekki síður lega landsins. Aðeins tekur stutta stund að komast þaðan til helstu staða Suður- og Norður-Ameríku. Þá ríkir þar mun meiri stöðugleiki og friðsæld en í nágrannalöndunum. Þar hefur lýðræði ríkt ótruflað í meira en fimmtíu ár, landið er herlaust og forseti þess, Óscar Arias, er handhafi friðarverðlauna Nóbels.Varð fyrir slökunaráfalliAð aðlagast lífinu á Íslandi þótti Carlosi ekki mikið tiltökumál. Hann skrifar það að miklu leyti á uppeldið þar sem honum var uppálagt að vera sveigjanlegur og aðlagast aðstæðum, því þær myndu ekki aðlagast honum. Þá ferðaðist hann mikið með fjölskyldu sinni frá því hann var barn og fór ungur sem skiptinemi til Bandaríkjanna. Það var helst mannfæðin á Íslandi sem kom honum í opna skjöldu. Í Kostaríku búa 4,4 milljónir manna á landsvæði sem er helmingi minna en Ísland. Hann gleymir því seint þegar konan hans keyrði með hann niður Laugaveginn í fyrsta sinn. „Hvar er svo miðbærinn og allt fólkið?" spurði hann og fékk vægt áfall við að heyra sannleikann. „En þetta var ekkert vandamál. Það má lýsa því að koma hingað sem slökunaráfalli," segir Carlos hlæjandi.Tvennt segir hann líkt með þjóðunum. Annars vegar séu þegnar beggja óhemju óstundvísir. Hins vegar sé það aksturinn. „Það mætti setja upp keppni um hvorir séu verri ökumenn, Íslendingar eða Kostaríkumenn. Í Kostaríku geturðu verið viss um að þú þarft alltaf að gæta þín í umferðinni. Á Íslandi er þessu öðruvísi farið. Hér geta menn á fínum bílum sem virðast sómamenn breyst í villidýr á götunum. Engin leið er að þekkja þá frá öðrum."Ýmis viðskiptatækifæri á lausuCarlos er ekki í nokkrum vafa um að tækifæri felist í viðskiptum milli Íslands og Kostaríku. Hins vegar þurfi að efla formleg samskipti milli landanna til að liðka fyrir því. „Ísland hefur sendifulltrúa í Kostaríku. Sá hefur aldrei komið til Íslands en hefur lítinn íslenskan fána á borðinu sínu og nokkur gömul tímarit frá Icelandair. Ef þörf er á raunverulegri hjálp frá honum þarf hann að snúa sér til sendiráðsins í New York. Það þyrfti að bæta úr þessu."Ekki síst felast miklir möguleikar í ferðamannaiðnaði landanna á milli að mati Carlosar. Sérstaklega fyrir golfáhugamenn, enda séu margir gæðavellir á Kostaríku. Þá segir hann margar vörur þaðan eiga vel heima á Íslandi. Jafnframt gætu mörg íslensk fyrirtæki hagnast á framleiðslu og jafnvel sölu á vöru sinni þar. „Fyrirtæki á borð við 66°N ættu að skoða Kostaríku. Miðhálendi landsins er bæði kalt og rakt. Fólk þarf á hlýjum fötum að halda þar." Hann nefnir líka vörur Bláa lónsins, enda sé heilsan og náttúrulegar vörur ofarlega í hugum landsmanna þar eins og annars staðar í heiminum um þessar mundir.Hann segir íslenska framleiðslu alls ekki of dýra fyrir stóran hluta íbúanna. „Stóri munurinn á Kostaríku og öðrum ríkjum Mið- og Suður-Ameríku er uppbygging samfélagsins. Efstu og neðstu stéttirnar eru tiltölulega litlar. Miðstéttin er hins vegar risastór og kaupmáttur hennar hefur vaxið hratt á undanförnum árum."
Markaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira