Viðskipti innlent

Sækir um leyfi fyrir 3G-senda

Björgólfur Thor Björgólfsson
Björgólfur Thor Björgólfsson

Símafyrirtækið Nova ehf. hefur leigt aðstöðu á þökum nokkurra skóla í Reykjavík og óskað eftir leyfi byggingarfulltrúa til að fá að setja þar upp farsímasenda. Um er ræða Borgaskóla, Ölduselsskóla, Rimaskóla, Réttarholtsskóla, Seljaskóla og Breiðholtsskóla.

Einnig er félagið að setja upp búnað á Kjalarnesi og víðar. Nova hefur rekstrarleyfi fyrir 3G-farsímaþjónustu. Ætlunin er að þjónustan nái til höfuðborgarsvæðisins og Reykja­ness fyrir lok þessa árs og til tíu prósenta landsmanna á næsta ári. Eigandi Nova er Björgólfur Thor Björgólfsson.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×