Stór markmið hjá Straumi 12. september 2007 00:01 Níutíu dögum Williams Fall undir feldi er lokið. Hann kynnti framtíðarsýn bankans á blaðamannafundi á mánudag. MYND/Rósa Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til. Héðan og þaðan Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira
Um þessar mundir eru þrír mánuðir frá því William Fall tók við forstjórataumunum í Straumi. Þá sagðist hann ætla að taka sér níutíu daga til að skapa nýja framtíðarsýn fyrir bankann undir sinni stjórn. Undanfarið hafa framkvæmdastjórar og millistjórnendur bankans komið að þeirri vinnu. William kynnti blaðamönnum nýja stefnu bankans til ársins 2010 á mánudag. Nú er stefnan ekki aðeins sett á að Straumur verði leiðandi fjárfestingarbanki á Norðurlöndunum, eins og stefnan hefur verið um hríð, heldur einnig í Mið- og Austur-Evrópu. Að þessu verður unnið bæði með því að styrkja núverandi starfsemi bankans og frekari fyrirtækjakaupum.Háleit markmiðFjárhagsleg markmið, sem ætlað er að ná fyrir árið 2010, eru háleit. Stefnt er að því að heildartekjur fari yfir 1.250 milljónir evra, um 112 milljarða króna. Það er 160 prósenta aukning tekna miðað við síðasta ár. Þá hefur markmið um hlutfall þóknunartekna verið hækkað úr fimmtíu í 75 prósent af heildartekjum. Stefnt er að því að heildareignir tvöfaldist á næstu þremur árum og verði fjórtán milljarðar evra, arðsemi eigin fjár verði að jafnaði yfir tuttugu prósentum og eignir í stýringu tíu milljarðar evra. Fjölgun erlendra hluthafaSérstaða Straums á að verða fólgin í því að bankinn hafi sterka stöðu á öllum skilgreindum markaðssvæðum. Náið samstarf verði á milli starfsstöðva bankans. Í máli Williams kom fram að mörkuðum Norður- og Mið-Evrópu væri iðulega stjórnað af áhættufælnum og nokkuð íhaldssömum bankastofnunum. Fjárfestingarbankar sem teygðu sig jafnt yfir allt svæðið og þjónustuðu alþjóðlega fjárfesta og lítil og meðalstór fyrirtæki væru í reynd ekki til. Þeirri þörf væri Straumur að svara. Ætlunin væri að bankinn yrði fyrsti kostur í hugum viðskiptavina bankans, á öllum starfssvæðum hans.Þá er stefnan sett á að meira en fimmtíu prósent þess hlutafjár sem ekki er í eigu tengdra aðila verði í eigu erlendra fjárfesta. Björgólfur Thor Björgólfsson og tengdir aðilar eiga í dag tæp fjörutíu prósent hlutafjár í Straumi. Um tíu til fimmtán prósent af hlutafé sem ekki er í eigu Björgólfs eða tengdra aðila eru í dag í eigu erlendra fjárfesta. William sagðist búast við að skráning hlutabréfa bankans í evrum myndi laða fleiri erlenda fjárfesta að félaginu. Þá sagðist hann hafa orðið var við mikinn áhuga erlendra fjárfesta á bankanum frá því hann tók við.Fleiri konur í bankannNý markmið Straums ná einnig til starfsfólks bankans. Öllu starfsfólki bankans verða boðnir kaupréttarsamningar, sama hvaða störfum það gegnir. Þá eiga konur að verða fjörutíu prósent af starfsfólki bankans strax á næsta ári. Í dag er það hlutfall rúmlega þrjátíu prósent.Straumur hefur orðið fyrir nokkurri gagnrýni vegna ónógrar upplýsingagjafar. Við þessu verður brugðist með því að gefa út rekstraráætlanir fyrir árið 2008 og ársfjórðungslegar áætlanir frá árinu 2009. Á því sviði skákar Straumur hinum íslensku bönkunum en enginn þeirra hefur gefið slíkar áætlanir út hingað til.
Héðan og þaðan Mest lesið Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf Búi sig undir að berja í borðið Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Viðskipti innlent Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Erfiður vetur framundan en íslensk fyrirtæki ráði við áskoranirnar Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Vonar að stíflan á markaðnum muni brátt bresta Sjá meira