Gott hjá Lúðvík Ögmundur Jónasson skrifar 10. september 2007 00:01 Ef Orkuveita Reykjavíkur verður seld þá er ekki aðeins verið að selja fyrirtæki sem framleiðir rafmagn heldur einnig fyrirtæki sem ræður yfir vatnsbólum og miðlar heitu vatni og köldu. OR er ábyrgðaraðili dýrmætra náttúruauðlinda. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og um eignarhald á því munu standa mikil átök á nýrri öld. Í þeim átökum eru annars vegar þau sem vilja styrkja einkaeignaréttinn í sessi og hins vegar hin sem vilja tryggja almannarétt. Tekist var á um nákvæmlega þetta á Alþingi þegar vatnalagafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar kom fyrir þingið á síðasta kjörtímabili. Niðurstaðan varð sú að gildistöku þessa umdeilda frumvarps var frestað til 1. nóvember þannig að þinginu gæfist kostur á að taka málið upp að nýju að afloknum kosningum. Í stjórnarmeirihluta fyrri stjórnar voru eflaust til efasemdarmenn um ágæti þessa frumvarps og því ekki mótfallnir að taka málið upp að nýju. Nú hefur iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýst því yfir að hann hyggist endurskoða lögin og hef ég fagnað þeirri yfirlýsingu enda er hún í samræmi við fyrri afstöðu hans. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, reyndi að gera lítið úr þessari yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar. Í útvarpsfréttum 31. ágúst sl. sagði hann: „Ég get ekki betur séð en að iðnaðarráðherrann sé hér einn á ferð og hér sé um að ræða einhverjar eftirhreytur frá því að hann var í stjórnarandstöðu.“ Þessu andmælti formaður þingflokks Samfylkingarinnar í sama fréttatíma á afgerandi hátt auk þess sem fréttastofa RÚV hafði eftir honum ummæli sem tóku af öll tvímæli: „Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir iðnaðarráðherrann síður en svo einan á ferð. Afstaða þingflokks Samfylkingarinnar til nýrra vatnalaga hefði ekkert breyst. Stendur þá þingflokkurinn allur þétt að baki iðnaðarráðherra? Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: Já, við gerum það…“ Það er mikilvægt að menn gangi ekki að því gruflandi hver afstaða Samfylkingarinnar er og var lofsvert hjá Lúvík Bergvinssyni að kveða skýrt að orði um þetta efni. Höfundur er þingflokksformaður VInstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Sjá meira
Ef Orkuveita Reykjavíkur verður seld þá er ekki aðeins verið að selja fyrirtæki sem framleiðir rafmagn heldur einnig fyrirtæki sem ræður yfir vatnsbólum og miðlar heitu vatni og köldu. OR er ábyrgðaraðili dýrmætra náttúruauðlinda. Vatn er dýrmætasta auðlind jarðar og um eignarhald á því munu standa mikil átök á nýrri öld. Í þeim átökum eru annars vegar þau sem vilja styrkja einkaeignaréttinn í sessi og hins vegar hin sem vilja tryggja almannarétt. Tekist var á um nákvæmlega þetta á Alþingi þegar vatnalagafrumvarp þáverandi ríkisstjórnar kom fyrir þingið á síðasta kjörtímabili. Niðurstaðan varð sú að gildistöku þessa umdeilda frumvarps var frestað til 1. nóvember þannig að þinginu gæfist kostur á að taka málið upp að nýju að afloknum kosningum. Í stjórnarmeirihluta fyrri stjórnar voru eflaust til efasemdarmenn um ágæti þessa frumvarps og því ekki mótfallnir að taka málið upp að nýju. Nú hefur iðnaðarráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýst því yfir að hann hyggist endurskoða lögin og hef ég fagnað þeirri yfirlýsingu enda er hún í samræmi við fyrri afstöðu hans. Einn þingmaður Sjálfstæðisflokksins, Sigurður Kári Kristjánsson, reyndi að gera lítið úr þessari yfirlýsingu Össurar Skarphéðinssonar. Í útvarpsfréttum 31. ágúst sl. sagði hann: „Ég get ekki betur séð en að iðnaðarráðherrann sé hér einn á ferð og hér sé um að ræða einhverjar eftirhreytur frá því að hann var í stjórnarandstöðu.“ Þessu andmælti formaður þingflokks Samfylkingarinnar í sama fréttatíma á afgerandi hátt auk þess sem fréttastofa RÚV hafði eftir honum ummæli sem tóku af öll tvímæli: „Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir iðnaðarráðherrann síður en svo einan á ferð. Afstaða þingflokks Samfylkingarinnar til nýrra vatnalaga hefði ekkert breyst. Stendur þá þingflokkurinn allur þétt að baki iðnaðarráðherra? Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar: Já, við gerum það…“ Það er mikilvægt að menn gangi ekki að því gruflandi hver afstaða Samfylkingarinnar er og var lofsvert hjá Lúvík Bergvinssyni að kveða skýrt að orði um þetta efni. Höfundur er þingflokksformaður VInstri grænna.
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar