Viðskipti innlent

Þriðja kynslóð farsíma tekin í notkun

Félagar úr Félagi heyrnarlausra sýndu hvernig heyrnarlausir geta talað táknmál í gegnum 3G síma.
Félagar úr Félagi heyrnarlausra sýndu hvernig heyrnarlausir geta talað táknmál í gegnum 3G síma. MYND/eyþór

Þriðju kynslóðar farsímakerfi var formlega tekið í notkun á Íslandi þegar Síminn kynnti 3G-þjónustu sína í gær.

Helstu nýjungarnar sem 3G-tæknin felur í sér eru þríþættar: Móttaka sjónvarpsútsendinga, teng­ing við internet með allt að 7,2 megabita hraða og myndsímtöl þar sem viðmælendur sjá hvor annan meðan á símtali stendur.

Síðastnefnda nýjungin er bylting í samskiptamáta heyrnarlausra þar sem hún gerir þeim kleift að tala í síma á móðurmáli sínu, táknmálinu. Síminn hefur gert sam­starfssamning við Félag heyrnar­lausra um að allir meðlimir félagsins auk heyrnarlausra grunnskólabarna á höfuðborgar­svæðinu fái 3G-síma sér að kostnaðarlausu. Einnig afhenti Síminn Samskiptamiðstöð heyrnar­lausra og heyrnarskertra þrettán 3G-síma sem táknmálstúlkar munu nota við þjónustu sína við heyrnar­lausa og heyrnarskerta.

Fyrst um sinn nær þjónustan einungis til höfuðborgarsvæðisins en samkvæmt samningi Símans við Póst- og fjarskiptastofnun mun 3G-kerfið ná að lágmarki til 60 prósenta íbúa í hverjum landsfjórðungi eftir tvö og hálft ár.

Í dag eru um 7.000 3G-farsímar í umferð á Íslandi. Búist er við að árið 2015 verði flestir farsímaeigendur komnir með 3G-síma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×