Tvennan er í augsýn hjá FH-ingum 3. september 2007 00:01 2-1 Tryggvi Guðmundsson sést hér skora annað mark FH í leiknum og fagna því með Guðmundi Sævarssyni. Vilhelm Íslandsmeistarar FH tóku stórt skref í átt að tvennunni sem þeir hafa elt undanfarin ár þegar þeir lögðu Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikarsins. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1-1, en FH-ingar yfirspiluðu Blika í framlengingunni, skoruðu tvö mörk og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. FH er því búið að ná langþráðu markmiði, að komast í úrslit bikarsins, þar sem liðið mætir annað hvort Fylki eða Fjölni en þau mætast í kvöld. FH-ingar mættu mjög beittir til leiks og sóttu af miklu kappi. Sóknarlína FH-inga var einstaklega vinnusöm og framlínumenn Hafnfirðinga héldu varnarmönnum Blika við efnið. Sérstaklega var Matthías Guðmundsson beittur framan af en gaman var að fylgjast með einvígi hans og Arnórs Aðalsteinssonar. Ekki tókst liðunum að skora í fyrri hálfleik en aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nýtti sér skelfileg mistök Nenads Petrovic til fullnustu og þrumaði boltanum í netið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að Blikum, áttu margar stórskemmtilegar sóknir en Casper Jacobsen átti sannkallaðan stórleik og hann bjargaði Blikum hvað eftir annað. Kópavogsbúar gáfust ekki upp en þeir áttu nokkrar hættulegar skyndisóknar þar sem Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar fóru fremstir í flokki. Prince jafnaði fyrir Blika á 65. mínútu þegar skot Árna Gunnarssonar endaði í fótunum á honum. Prince lagði boltann fyrir sig og skoraði auðveldlega. Þrátt fyrir fjölda færa hjá báðum liðum á síðustu tíu mínútunum fór boltinn ekki inn og því varð að framlengja. Það er skemmst frá því að segja að FH-ingar höfðu yfirburði í framlengingunni og Blikar virtust gjörsamlega bensínlausir. Sérstaklega sat miðjan eftir en sóknina vantaði sárlega meiri stuðning frá miðjunni í leiknum. FH hefði getað skorað fjölda marka en létu tvö nægja. Fyrst skoraði Tryggvi Guðmundsson eftir þegar hann hirti frákast í teignum en Guðmann Þórisson hefði átt að vera búinn að hreinsa. Tryggvi lagði svo upp mark fyrir Atla Guðnason á lokamínútu leiksins. 3-1 sigur sem var fyllilega verðskuldaður. „Ég er alltaf stressaður á hliðarlínunni. Það er það góða við mig. Þegar ég hætti að vera stressaður þá er ég hættur í fótbolta,“ sagði kampakátur þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson, en hann fór mikinn á hliðarlínunni. „Við áttum að klára leikinn í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur, sem var gríðarlega sáttur við framlenginguna. „Þegar allir eru þreyttir skiptir knattspyrnuleg geta máli og hún er meiri í FH-liðinu en í Blikaliðinu.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega þungur á brún eftir leikinn. „Maður er tómur. FH-ingarnir voru betri framan af en eftir jöfnunarmarkið komum við inn í leikinn. Við vorum svolítið bensínlausir í framlengingunni. Það sem situr samt eftir í lokin er hversu ólíkir sjálfum okkur við vorum í leiknum, þá er ég að tala um slæmar sendingar og allt stöðumat.“ Ólafur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna en það mátti sjá á látbragði hans að hann vildi fá víti í framlengingunni. „Ég vil samt segja að FH er vel að sigrinum komið og ég óska þeim til hamingju.“ Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira
Íslandsmeistarar FH tóku stórt skref í átt að tvennunni sem þeir hafa elt undanfarin ár þegar þeir lögðu Breiðablik í fyrri undanúrslitaleik VISA-bikarsins. Jafnt var eftir venjulegan leiktíma, 1-1, en FH-ingar yfirspiluðu Blika í framlengingunni, skoruðu tvö mörk og hefðu hæglega getað bætt við fleiri mörkum. FH er því búið að ná langþráðu markmiði, að komast í úrslit bikarsins, þar sem liðið mætir annað hvort Fylki eða Fjölni en þau mætast í kvöld. FH-ingar mættu mjög beittir til leiks og sóttu af miklu kappi. Sóknarlína FH-inga var einstaklega vinnusöm og framlínumenn Hafnfirðinga héldu varnarmönnum Blika við efnið. Sérstaklega var Matthías Guðmundsson beittur framan af en gaman var að fylgjast með einvígi hans og Arnórs Aðalsteinssonar. Ekki tókst liðunum að skora í fyrri hálfleik en aðeins sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleiknum þegar Ásgeir Gunnar Ásgeirsson nýtti sér skelfileg mistök Nenads Petrovic til fullnustu og þrumaði boltanum í netið. FH-ingar héldu áfram að þjarma að Blikum, áttu margar stórskemmtilegar sóknir en Casper Jacobsen átti sannkallaðan stórleik og hann bjargaði Blikum hvað eftir annað. Kópavogsbúar gáfust ekki upp en þeir áttu nokkrar hættulegar skyndisóknar þar sem Gunnar Örn Jónsson og Prince Rajcomar fóru fremstir í flokki. Prince jafnaði fyrir Blika á 65. mínútu þegar skot Árna Gunnarssonar endaði í fótunum á honum. Prince lagði boltann fyrir sig og skoraði auðveldlega. Þrátt fyrir fjölda færa hjá báðum liðum á síðustu tíu mínútunum fór boltinn ekki inn og því varð að framlengja. Það er skemmst frá því að segja að FH-ingar höfðu yfirburði í framlengingunni og Blikar virtust gjörsamlega bensínlausir. Sérstaklega sat miðjan eftir en sóknina vantaði sárlega meiri stuðning frá miðjunni í leiknum. FH hefði getað skorað fjölda marka en létu tvö nægja. Fyrst skoraði Tryggvi Guðmundsson eftir þegar hann hirti frákast í teignum en Guðmann Þórisson hefði átt að vera búinn að hreinsa. Tryggvi lagði svo upp mark fyrir Atla Guðnason á lokamínútu leiksins. 3-1 sigur sem var fyllilega verðskuldaður. „Ég er alltaf stressaður á hliðarlínunni. Það er það góða við mig. Þegar ég hætti að vera stressaður þá er ég hættur í fótbolta,“ sagði kampakátur þjálfari FH, Ólafur Jóhannesson, en hann fór mikinn á hliðarlínunni. „Við áttum að klára leikinn í venjulegum leiktíma,“ sagði Ólafur, sem var gríðarlega sáttur við framlenginguna. „Þegar allir eru þreyttir skiptir knattspyrnuleg geta máli og hún er meiri í FH-liðinu en í Blikaliðinu.“ Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, var eðlilega þungur á brún eftir leikinn. „Maður er tómur. FH-ingarnir voru betri framan af en eftir jöfnunarmarkið komum við inn í leikinn. Við vorum svolítið bensínlausir í framlengingunni. Það sem situr samt eftir í lokin er hversu ólíkir sjálfum okkur við vorum í leiknum, þá er ég að tala um slæmar sendingar og allt stöðumat.“ Ólafur vildi ekkert tjá sig um dómgæsluna en það mátti sjá á látbragði hans að hann vildi fá víti í framlengingunni. „Ég vil samt segja að FH er vel að sigrinum komið og ég óska þeim til hamingju.“
Íslenski boltinn Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Sjá meira