A-deildin úr sögunni hjá stelpunum 2. september 2007 09:30 Helena Sverrisdóttir skoraði tólf stig fyrir íslenska liðið. Vilhelm Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój Dominos-deild kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira
Íslenska kvennalandsliðið á ekki lengur möguleika á að vinna riðilinn sinn í B-deild Evrópukeppninnar eftir 52-73 tap á móti Hollandi á Ásvöllum í gær en sigurvegarinn í riðlinum fer í umspil um sæti meðal A-þjóða. Íslenska liðið byrjaði leikinn illa og lenti strax 4-18 undir og eftir það var á brattann að sækja. Holland var 16 stigum yfir í hálfleik, 20-36, en munurinn var kominn niður í 13 stig, 36-49, fyrir lokaleikhlutann. Hollenska liðið er á leiðinni upp í A-deild ef marka má leikinn í gær en liðið hefur unnið alla fjóra leiki sína til þessa. Þjálfarinn Meindert van Veen er samt ekki ánægður með frammistöðu sinna stelpna þrátt fyrir öruggan sigur. „Við þurfum að spila miklu betur ef við ætlum að komast upp í A-deildina. Við náðum góðu forskoti í byrjun og síðan var erfitt fyrir mitt lið að halda einbeitingunni. Ég er mjög ósáttur með hvernig mitt lið leysti svæðisvörnina. Íslenska liðið var betra í fyrra, liðið er yngra og reynsluminna og það lítur út fyrir að það sé verið að byggja upp nýtt lið,“ sagði van Veen eftir leikinn. Íslenska liðið keppir nú um annað sætið við Norðmenn og Íra en til þess að það komi í hús þarf liðið að vinna bæði lið á útivelli næstu tvær helgar. „Þetta var allt of stórt tap. Við vorum bara svo lengi í gang, skotin duttu ekki og þær tóku of mörg sóknarfráköst. Ég fer samt ekkert ofan af því að við erum ekki með lélegra lið því það er svo margt hjá okkur sem þarf að slípa. Sóknin gengur ekki nægilega vel og það er aðallega vegna þess að við erum ekki að spila æfingaleiki. Við erum ekki komnar eins langt í ferlinum eins og þær,“ sagði Guðjón Skúlason landsliðsþjálfari. „Ég er ánægður með baráttuna en ég er ekki ánægður með varnarfráköstin. Sóknin getur líka verið miklu betri,“ sagði Guðjón en hvernig lítur hann á tvo síðustu leikina? „Við ætlum að vinna tvo síðustu leikina. Stelpurnar voru flengdar af Noregi hérna heima og við ætlum að fara í þann leik og taka með okkur þá reynslu og vonandi náum við að nýta þessa viku vel,“ sagði Guðjón að lokum. Stig Íslands: Helena Sverrisdóttir 12 (4 stoðs.), Hildur Sigurðardóttir 11 (9 þeirra í seinni hálfleik), Signý Hermannsdóttir 9 (8 fráköst, 4 stolnir), Svava Ósk Stefánsdóttir 6 (3 stoðs.), Bryndís Guðmundsdóttir 5, Pálína Gunnlaugsdóttir 4 (öll stig Íslands á fyrstu 8 mínútunum), Petrúnella Skúladóttir 3, Margrét Kara Sturludóttir 2 (6 fráköst á 13 mín.).- óój
Dominos-deild kvenna Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Myndaveisla frá bardaganum við Luka Ítalía vann óvæntan og mikilvægan sigur á Spáni Skýrsla Vals: Erfitt að vera litla liðið „Auðvitað er ég svekktur“ „Verðum að þekkja okkar gildi“ „Enginn í heiminum að gera þetta nema hann“ „Var loksins ég sjálfur“ Einkunnir strákanna á móti Slóveníu: Hinn eini sanni Martin stóð upp Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 79-87 | Sárt tap í Spodek Ísraelar sluppu með skrekkinn Myndaveisla: Besta stuðningsfólk EM brosandi í sólinni Kallar eftir hefnd gegn Doncic EM í dag var í beinni: Líf og fjör á Fan Zone og gestur kíkti við Íslensku stuðningsmennirnir þeir vanmetnustu á mótinu „Heiður að spila gegn einum besta leikmanni heims“ Skemmtileg áskorun að greina Doncic Þegar átján ára Doncic lék á Hlyn Sjá meira