Með góðum óskum Ragnhildur Vigfúsdóttir skrifar 28. ágúst 2007 06:00 Í langri bílferð um daginn sagði yngri dóttirin að ef hún fengi tíu óskir uppfylltar myndi hún ekki eyða þeim í sjálfselsku óskir. Síðan hófst upptalningin: Ég vildi óska þess að allir í heiminum væru góðir og það væru því engin stríð. Ég vildi óska að allir væru heilbrigðir. Ég vildi óska að allir ættu peninga. Þegar hér var komið sögu vildi eldri systirin fá nánari skýringar því það að eiga peninga væri allt of víðtækt. Niðurstaðan var sú að óskin snerist um það að allir hefðu að minnsta kosti í sig og á. Kannski af því að hún var trufluð í upptalningunni gekk henni illa með hinar sjö óskirnar. Hvað sem hún nefndi töldu samferðamenn iðulega vera anga af ósk sem þegar væri komin. Blessað barnið var líka ruglað í ríminu með spurningu um hvað læknar og hjúkrunarfræðingar ættu að gera þegar allir væru orðnir heilbrigðir. Hún taldi að þau hefðu nóg að gera við að lækna skrámur því fólk myndi enn meiða sig, en alls ekki lífshættulega. Svo fengjum við kvef og smá flensu, en alls ekkert alvarlegra. Þegar hún óskaði þess að engir skógareldar væru til (nýbúin að hlusta á fréttir af þeim grísku) tók hún fram að hún vissi að slökkviliðsmenn myndu þá missa vinnuna en þeir yrðu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Hvað sem hún reyndi gat hún ekki borið fram tíu óskir. Göngum samanLíklegast er raunin sú að þrjár óskir nægja eins og í ævintýrunum forðum. Sem dyggur hlustandi ævintýra veit hún að hún getur hvenær sem er hitt á óskastund og er mjög meðvituð um að sóa ekki því einstaka tækifæri sem hún fær þá til að bæta heiminn. „Ef ég fengi eina ósk uppfyllta myndi ég óska þess að krabbamein væri ekki til," segir hún oft þegar óskir ber á góma. Ég óska þess að ósk hennar rætist, en meðan ég bíð eftir því vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þær 170 konur sem greinast árlega með brjóstakrabbamein á Íslandi og allar hinar úti um allan heim, eigi von um bata eða a.m.k. von um langt og gott líf með krabbameini. Ég er ein af 22 konum í hópnum Göngum saman sem ætlar að taka þátt í 63 km göngu í New York í október næstkomandi á vegum Avon Foundation til að safna peningum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Við höfum notað sumarið til að þjálfa okkur og safna peningum en hver og ein þarf að borga 1800 dollara fyrir þátttökuna. Við látum ekki staðar numið þar því við ætlum að skilja eftir sambærilega upphæð hér heima til að styrkja íslenska vísindamenn til rannsókna á brjóstakrabbameini. Samkeppni í líkn Það sem kom mér til dæmis á óvart að þjálfunin er mun meira mál fyrir mig en að safna peningum. Það versta sem getur gerst þegar beðið er um styrk er að fá nei. Það krefst hins vegar aga og mikillar vinnu að komast í gott form. Þegar ég skráði mig til leiks kveið ég meira fyrir þessu með peningana, gangan fannst mér ekkert mál. Ég rifjaði það upp að ég hefði ekki haft mikið fyrir Keflavíkurgöngunum hér í denn, en var þá bent á að sú síðasta sem ég fór í var líklega fyrir þrjátíu árum og lengstu gönguferðir mínar síðan verið í verslunarferðum í útlöndum. Eftir að hafa gengið 21 km í Glitnismaraþoni komst ég að því að gangan sjálf var ekkert mál. En daginn eftir gat ég varla stigið fram úr rúminu! Ergo, ég er ekki í nógu góðu formi. Ég fór á sigurhátíð Glitnis þegar líknarfélögunum voru afhent áheit úr maraþoninu. Við í Göngum saman vorum afar ánægðar með okkar hlut. Það kom mér þó á óvart hvað kynninum á samkomunni varð tíðrætt um samkeppni líknarfélaganna. Mér fannst það satt að segja ógeðfellt. Ég leit ekki svo á að við værum í innbyrðis samkeppni, en eins og kona sem var líka á samkomunni benti mér á, þá er ég svo ný í þessum líknarfélagabransa. Samkeppnin þar er líklega jafn hörð og úti á hinum almenna markaði. Eins og samkeppni Glitnis og Kaupþings kemur lítið við mig þá á ég erfitt með að hugsa mér krabbamein í samkeppni við hjartasjúkdóma, Sjónarhól í samkeppni við Barnaspítala Hringsins. Auðvitað reyndi ég að fá sem flesta til liðs við okkur og ekki var verra ef þeir voru starfsmenn Glitnis og fengu vegleg áheit frá bankanum. En ég reyndi ekki að hrinda vinkonum mínum sem hlupu fyrir Stígamót og Blátt áfram og koma þannig í veg fyrir að þau samtök sem einnig standa hjarta mínu nær fengju áheitin þeirra. Ég samgladdist öllum líknarfélögunum sem báru eitthvað úr býtum, en óskaði þess auðvitað að við fengjum sem mest. Ég vona að það sé það sem átt er við með heilbrigðri samkeppni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnhildur Vigfúsdóttir Mest lesið Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Í langri bílferð um daginn sagði yngri dóttirin að ef hún fengi tíu óskir uppfylltar myndi hún ekki eyða þeim í sjálfselsku óskir. Síðan hófst upptalningin: Ég vildi óska þess að allir í heiminum væru góðir og það væru því engin stríð. Ég vildi óska að allir væru heilbrigðir. Ég vildi óska að allir ættu peninga. Þegar hér var komið sögu vildi eldri systirin fá nánari skýringar því það að eiga peninga væri allt of víðtækt. Niðurstaðan var sú að óskin snerist um það að allir hefðu að minnsta kosti í sig og á. Kannski af því að hún var trufluð í upptalningunni gekk henni illa með hinar sjö óskirnar. Hvað sem hún nefndi töldu samferðamenn iðulega vera anga af ósk sem þegar væri komin. Blessað barnið var líka ruglað í ríminu með spurningu um hvað læknar og hjúkrunarfræðingar ættu að gera þegar allir væru orðnir heilbrigðir. Hún taldi að þau hefðu nóg að gera við að lækna skrámur því fólk myndi enn meiða sig, en alls ekki lífshættulega. Svo fengjum við kvef og smá flensu, en alls ekkert alvarlegra. Þegar hún óskaði þess að engir skógareldar væru til (nýbúin að hlusta á fréttir af þeim grísku) tók hún fram að hún vissi að slökkviliðsmenn myndu þá missa vinnuna en þeir yrðu bara að finna sér eitthvað annað að gera. Hvað sem hún reyndi gat hún ekki borið fram tíu óskir. Göngum samanLíklegast er raunin sú að þrjár óskir nægja eins og í ævintýrunum forðum. Sem dyggur hlustandi ævintýra veit hún að hún getur hvenær sem er hitt á óskastund og er mjög meðvituð um að sóa ekki því einstaka tækifæri sem hún fær þá til að bæta heiminn. „Ef ég fengi eina ósk uppfyllta myndi ég óska þess að krabbamein væri ekki til," segir hún oft þegar óskir ber á góma. Ég óska þess að ósk hennar rætist, en meðan ég bíð eftir því vil ég leggja mitt af mörkum til þess að þær 170 konur sem greinast árlega með brjóstakrabbamein á Íslandi og allar hinar úti um allan heim, eigi von um bata eða a.m.k. von um langt og gott líf með krabbameini. Ég er ein af 22 konum í hópnum Göngum saman sem ætlar að taka þátt í 63 km göngu í New York í október næstkomandi á vegum Avon Foundation til að safna peningum til rannsókna á brjóstakrabbameini. Við höfum notað sumarið til að þjálfa okkur og safna peningum en hver og ein þarf að borga 1800 dollara fyrir þátttökuna. Við látum ekki staðar numið þar því við ætlum að skilja eftir sambærilega upphæð hér heima til að styrkja íslenska vísindamenn til rannsókna á brjóstakrabbameini. Samkeppni í líkn Það sem kom mér til dæmis á óvart að þjálfunin er mun meira mál fyrir mig en að safna peningum. Það versta sem getur gerst þegar beðið er um styrk er að fá nei. Það krefst hins vegar aga og mikillar vinnu að komast í gott form. Þegar ég skráði mig til leiks kveið ég meira fyrir þessu með peningana, gangan fannst mér ekkert mál. Ég rifjaði það upp að ég hefði ekki haft mikið fyrir Keflavíkurgöngunum hér í denn, en var þá bent á að sú síðasta sem ég fór í var líklega fyrir þrjátíu árum og lengstu gönguferðir mínar síðan verið í verslunarferðum í útlöndum. Eftir að hafa gengið 21 km í Glitnismaraþoni komst ég að því að gangan sjálf var ekkert mál. En daginn eftir gat ég varla stigið fram úr rúminu! Ergo, ég er ekki í nógu góðu formi. Ég fór á sigurhátíð Glitnis þegar líknarfélögunum voru afhent áheit úr maraþoninu. Við í Göngum saman vorum afar ánægðar með okkar hlut. Það kom mér þó á óvart hvað kynninum á samkomunni varð tíðrætt um samkeppni líknarfélaganna. Mér fannst það satt að segja ógeðfellt. Ég leit ekki svo á að við værum í innbyrðis samkeppni, en eins og kona sem var líka á samkomunni benti mér á, þá er ég svo ný í þessum líknarfélagabransa. Samkeppnin þar er líklega jafn hörð og úti á hinum almenna markaði. Eins og samkeppni Glitnis og Kaupþings kemur lítið við mig þá á ég erfitt með að hugsa mér krabbamein í samkeppni við hjartasjúkdóma, Sjónarhól í samkeppni við Barnaspítala Hringsins. Auðvitað reyndi ég að fá sem flesta til liðs við okkur og ekki var verra ef þeir voru starfsmenn Glitnis og fengu vegleg áheit frá bankanum. En ég reyndi ekki að hrinda vinkonum mínum sem hlupu fyrir Stígamót og Blátt áfram og koma þannig í veg fyrir að þau samtök sem einnig standa hjarta mínu nær fengju áheitin þeirra. Ég samgladdist öllum líknarfélögunum sem báru eitthvað úr býtum, en óskaði þess auðvitað að við fengjum sem mest. Ég vona að það sé það sem átt er við með heilbrigðri samkeppni.
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar