Nýir straumar í hugbúnaðarþróun 22. ágúst 2007 00:01 Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts MYND/Hörður Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum." Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira
Sprettur nefnist nýstofnað fyrirtæki sem sérhæfir sig í útbreiðslu Agile-hugmynda, og þá sérstaklega svokallaðri Scrum-hugmyndafræði sem lýtur að aðferðum til að stjórna verkefnum og fyrirtækjum. Fyrirtækið stendur fyrir ráðstefnu á Hótel Nordica 29. ágúst næstkomandi þar sem Scrum-hugmyndafræðin verður kynnt. Meðal fyrirlesara verða þeir Ken Schwaber, sem talinn er höfundur Scrum-hugmyndafræðinnar, og Guðjón Már Guðjónsson, forstjóri Industria. Pétur Orri Sæmundsen, framkvæmdastjóri Spretts, segir Agile vera samansafn hugmynda sem ætlað er að auka skilvirkni í hugbúnaðarþróun. „Uppruna þessara hugmynda má rekja til þess þegar nokkrir frömuðir úr hugbúnaðargeiranum komu saman í fjallakofa í Utah og settu fram stutt plagg sem kallað var Stefnulýsing Agile-hugbúnaðarþróunar. Þar settu þeir meðal annars fram tólf grundvallarreglur sem bæri að fylgja. Meðal þeirra var Ken Schwaber, höfundur Scrum-stefnunnar og einn fyrirlesara okkar." Scrum byggist á markmiðasetningu og er ætlað að auðvelda stjórnendum að fylgjast með framvindu í hugbúnaðarþróun. Pétur segir slíkra markmiðasetninga vera þörf þar sem oft á tíðum sé erfitt að sjá árangur af hugbúnaðarþróun, ólíkt því sem til að mynda gerist í hefðbundinni framleiðslu. „Menn sjá alltaf kleinuhringinn og geta auðveldlega fylgst með öllu framleiðsluferlinu, hvernig gengur og svo framvegis. Þegar kemur að hugbúnaðarþróun er ef til vill erfitt að meta árangurinn," segir Pétur Orri. Scrum-hugmyndafræðin hefur þó smitað út frá sér og verið tekin upp víðar en í hugbúnaðarþróun. Samkvæmt hugmyndafræðinni setja starfsmenn sér í sameiningu markmið sem verður síðan að inna af hendi innan ákveðins tímaramma. „Scrum-stjórnendur leiða, en stjórna ekki. Mikið er lagt upp úr því að reyna að fá starfsfólk til að finna að það hafi sjálft áhrif á þær ákvarðanir sem teknar eru. Samkvæmt Scrum-stjórnun eru haldnir daglegir fundir þar sem hver fundarmanna fær þrjár spurningar; hvað gerðirðu í gær, hvað á að gera í dag og hvað kemur næst?" Mörg helstu stórfyrirtæki veraldar hafa tekið upp Scrum-hugmyndafræði á vissum sviðum; til að mynda Google, Microsoft og Nokia. „Scrum hentar númer eitt, tvö og þrjú fyrir hugbúnaðar- og þekkingarfyrirtæki. Ég get fullyrt að stjórnun og flækjustig eru stórt vandamál í mörgum hugbúnaðarfyrirtækjum hér á landi," segir Pétur Orri. AGILIS-ráðstefnan verður í stóra salnum á Hótel Nordica. Pétur segist finna fyrir miklum áhuga og þegar hafi um sextíu manns skráð sig. „Markhópurinn er kannski helst stjórar og verkefnastjórar. Þessi hugmyndafræði nýtist tvímælalaust öllum þekkingarfyrirtækjum."
Tækni Mest lesið „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Sjá meira