Enn eru til hugsjónarmenn Ögmundur Jónasson skrifar 19. ágúst 2007 08:00 Mikil gerjun er nú í sparisjóðum landsins. Til þeirra var stofnað til að efla samfélagið í héraði, þjóna fólki og fyrirtækjum. Þeir sem lögðu fram stofnfé gerðu það iðulega af hugsjón enda kveðið á um það í lögum að stofnféð mætti aðeins greiða þeim til baka með eðlilegum vöxtum og verðbótum. Gerjunin nú er af tvennum toga. Annars vegar er framhald á tilraunum ýmissa stofnfjáreigenda að gera sér mat úr stofnfjárframlagi sínu langt umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir. Stofnfjárhlut sinn vilja þeir geta selt á markaðsprís. Í ljós hefur komið að stofnfjárhlutum hefur að undanförnu verið ráðstafað með það í huga að framundan sé mikil uppskeruhátíð stofnfjáreigenda. Sparisjóðunum megi nú breyta í hlutafélög og þá verði græðginni allar götur greiðar. Hinn þátturinn í þessu ferli snýr að meintri „hagkvæmni" með samjöppun. Nú á að sameina og stækka. Hvar skyldi slík þróun enda? Bankarnir hafa þannig smám saman verið að hagræða sér út úr íslensku hagkerfi - eigendurnir komnir úr landi. En þrátt fyrir milljarðagróða bankanna sem nú starfa á heimsvísu er landsmönnum boðið upp á okurkjör sem aldrei fyrr. Í lesendabréfi sem heimasíðu minni barst fyrir nokkru sagði: „Sparisjóður Svarfdæla vakti athygli á sér um daginn fyrir hvort tveggja, vinstri græna hugsun, þ.e.a.s. samfélagslega hugsun og ekki síður hitt, ótrúlegan gróða. Níu starfsmenn og níuhundruð milljónir í gróða. Ef Kaupþing er með tíuþúsund starfsmenn ættu þeir að vera með níuhundruð milljarða gróða. Hvað varð um hagkvæmni stærðarinnar? Fór hún í laun og bónusa til eigenda. Má ég biðja um marga litla sparisjóði, dreifða áhættu, fjölbreytt atvinnulíf, félagslegt réttlæti: Blandað hagkerfi Vegna Gæðanna." Þetta eru umhugsunarverð orð. Sem betur fer eru enn til hugsjónamenn sem starfa í góðum félagslegum anda. Dæmi þar um er framganga almennra stofnfjárhafa í Sparisjóði Skagafjarðar undanfarna daga. Þeirri spurningu beini ég svo til lesenda Fréttablaðsins, hvort við þurfum á meiri samþjöppun að halda í íslensku hagkerfi. Er kannski kominn tími til að afþjappa?Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Mikil gerjun er nú í sparisjóðum landsins. Til þeirra var stofnað til að efla samfélagið í héraði, þjóna fólki og fyrirtækjum. Þeir sem lögðu fram stofnfé gerðu það iðulega af hugsjón enda kveðið á um það í lögum að stofnféð mætti aðeins greiða þeim til baka með eðlilegum vöxtum og verðbótum. Gerjunin nú er af tvennum toga. Annars vegar er framhald á tilraunum ýmissa stofnfjáreigenda að gera sér mat úr stofnfjárframlagi sínu langt umfram það sem lög og reglur gera ráð fyrir. Stofnfjárhlut sinn vilja þeir geta selt á markaðsprís. Í ljós hefur komið að stofnfjárhlutum hefur að undanförnu verið ráðstafað með það í huga að framundan sé mikil uppskeruhátíð stofnfjáreigenda. Sparisjóðunum megi nú breyta í hlutafélög og þá verði græðginni allar götur greiðar. Hinn þátturinn í þessu ferli snýr að meintri „hagkvæmni" með samjöppun. Nú á að sameina og stækka. Hvar skyldi slík þróun enda? Bankarnir hafa þannig smám saman verið að hagræða sér út úr íslensku hagkerfi - eigendurnir komnir úr landi. En þrátt fyrir milljarðagróða bankanna sem nú starfa á heimsvísu er landsmönnum boðið upp á okurkjör sem aldrei fyrr. Í lesendabréfi sem heimasíðu minni barst fyrir nokkru sagði: „Sparisjóður Svarfdæla vakti athygli á sér um daginn fyrir hvort tveggja, vinstri græna hugsun, þ.e.a.s. samfélagslega hugsun og ekki síður hitt, ótrúlegan gróða. Níu starfsmenn og níuhundruð milljónir í gróða. Ef Kaupþing er með tíuþúsund starfsmenn ættu þeir að vera með níuhundruð milljarða gróða. Hvað varð um hagkvæmni stærðarinnar? Fór hún í laun og bónusa til eigenda. Má ég biðja um marga litla sparisjóði, dreifða áhættu, fjölbreytt atvinnulíf, félagslegt réttlæti: Blandað hagkerfi Vegna Gæðanna." Þetta eru umhugsunarverð orð. Sem betur fer eru enn til hugsjónamenn sem starfa í góðum félagslegum anda. Dæmi þar um er framganga almennra stofnfjárhafa í Sparisjóði Skagafjarðar undanfarna daga. Þeirri spurningu beini ég svo til lesenda Fréttablaðsins, hvort við þurfum á meiri samþjöppun að halda í íslensku hagkerfi. Er kannski kominn tími til að afþjappa?Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar