Viðskipti innlent

Allur hringvegurinn með GSM í janúar

Á skyggðu svæðunum á kortinu
verður komið GSMsamband
í janúar 2008.
Á skyggðu svæðunum á kortinu verður komið GSMsamband í janúar 2008.

Unnið hefur verið að því á þessu ári að koma á GSM-sambandi á hringveginum og fimm fjölförnum fjallvegum. Því verki á að ljúka í janúar á þessu ári. Vegirnir eru Fróðárheiði á Snæfellsnesi, Fagridalur, sem er leiðin milli Egilsstaða og Reyðarfjarðar, Fjarðarheiði, sem er milli Egilsstaða og Seyðis­fjarðar, Steingrímsfjarðarheiði á Vest­fjörðum og Þverárfjalls­vegur, sem er milli Skagastrandar og Sauðárkróks. Auk þess verður sendirinn sem kominn er í gang í Flatey settur upp í mastur þar í nóvember og mun hann ná til sunnanverðra Vestfjarða. Talið er að hann nái alveg frá Kleifaheiði á Barðaströnd og að Reykhólum. Þó má búast við að ýmsir vegakaflar sem liggja innarlega í fjörðunum á þessu svæði verði utan GSM-sambandsins.

Útboð er síðan hafið um að GSM-væða yfir 800 kílómetra svæði á landinu. Því útboði lýkur í október og að sögn Jóhannesar Tómassonar hjá samgöngu­ráðuneytinu er vonast til að þær framkvæmdir geti hafist í kringum áramót. Það verkefni á að taka tvö ár.

Síminn ætlar að setja upp nýtt langdrægt kerfi sem mun leysa NMT-kerfið af hólmi í lok næsta árs. Það kerfi verður með sama dreifikerfi og NMT og næst því um allt land, þar með talið uppi á jöklum og einnig út á mið. Það verður með háhraðatengingu svipaðri ADSL-kerfinu og verður hægt að senda myndir og önnur gögn með því kerfi eins og í öðrum þriðju kynslóðar farsíma­kerfum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×