Innlent

Hundrað hafa verið kærðir

Jóhönnu Hundurinn er við góða heilsu heima á Akureyri. „Amma“ hans sér engin merki um misþyrmingar á honum.
Jóhönnu Hundurinn er við góða heilsu heima á Akureyri. „Amma“ hans sér engin merki um misþyrmingar á honum. Mynd/Klara Sólrún Hjartardóttir
„Það voru alls hundrað manns kærðir fyrir vel á annað hundrað færslur á internetinu,“ segir Erlendur Þór Gunnarsson, lögmaður Helga Rafns Brynjarssonar, sem áður var sakaður um grimmilegt hundsdráp.



Að auki var óskað eftir rannsókn á smáskilaboðum sem send voru í farsíma Helga og fjölskyldu hans. Ekki er enn ljóst hversu margir stóðu á bak við þau.



Fólkið var kært meðal annars fyrir meiðyrði og hótanir um ofbeldi, aðdróttanir og móðganir.



„Við hefðum getað kært miklu fleiri en það er alltaf spurning hvar á að draga mörkin. Það voru til dæmis ýmsir aðilar sem gáfu óbeint í skyn að Helgi hefði gert eitthvað misjafnt, sem við ákváðum að sleppa. En það getur vel verið að lögreglan sjái ástæðu til þess að ræða við þá,“ segir hann.



Kristjana Margrét Svansdóttir, eigandi Lúkasar, er í Bandaríkjunum um þessar mundir. Móðir hennar, Jóhanna Jóhannesdóttir, gætir hvutta á meðan.



„Hann er í fínu lagi. Það eru smá ör aftan á honum, en það er ekkert sem hann gæti ekki hafa fengið úti í náttúrunni,“ segir hún.



„Hann hefur greinilega vandað fæðið vel. Það eru engir ormar eða neitt þannig. Ég get ekki séð að þessum hundi hafi verið misþyrmt,“ segir Jóhanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×